Heilbrigðismál - 01.06.1991, Blaðsíða 23

Heilbrigðismál - 01.06.1991, Blaðsíða 23
Sipurt Með illu skal illt út reka í sumum Evrópulönd- um njóta svonefndar smáskammtalækningar nokkurra vinsælda meðal almennings. Á hverju byggjast þær? Eru þær leyfilegar hér á landi? Matthías Halldórsson að- stoðarlandlæknir svarar: Orðið smáskammta- lækningar er þýðing á erlenda orðinu homeo- pati, sem er samsett úr grísku orðunum hom- oios (eins eða áþekkur) og pathos (þjáning). Kenningar smáskammta- læknanna eru oftast rakt- ar til þýska læknisins Samuels Hahnemanns sem uppi var á árunum 1755-1843. Þær eiga sér þó eldri rætur og suma þætti smáskammtalækn- inga má rekja til Para- celsusar (1493-1541) og jafnvel allt aftur til Hippokratesar, föður læknisfræðinnar. Fyrir þann tíma var svipaðar hugmyndir að finna í indverskum og austur- lenskum fræðum. Hahnemann byggði kenningu sína öðru fremur á þeirri staðreynd að kínín, sem unnið er úr kínaberki og þekkt var að því að lækna mýrarköldu (malariu) væri það notað í smáum skömmtum olli ein- kennum sem svöruðu til sjúkdómsins sjálfs ef það var notað í stórum skömmtum. Alls kannaði hann um tvö hundruð lyf á sjálfum sér og kunningjum sínum. Ef þau ollu sjúkdómsein- kennum taldi hann að í smáum skömmtum gætu þau læknað sama sjúk- dóm. Þannig er grund- vallarkenning smá- skammtalækna að líkt lækni líkt (similia simili- bus curantur) eða: Með illu skal illt út reka. Þótt sjúkdómseinkennin séu það sem smáskammta- læknar miða við er ekki þar með sagt að þeir telji að lyfið slái einungis á einkenni. P>vert á móti telja þeir sig stemma á að ósi með smáskammta- lækningunum. Það þykir gott teikn ef sjúklingi elnar sóttin í byrjun meðferðar - þá er lækn- irinn á réttri braut. Gagnstæða orðið við hómópatíu er allópatía eða stórskammtalækn- ingar, það eru lyflækn- ingar eins og þær eru notaðar í hefðbundinni læknisfræði. Smá- skammtalæknar þynna hins vegar efnið eftir kúnstarinnar reglum og best þykir að nota þá minnstu þynningu sem talin er virk. Oft er lyfið notað í gífurlegri þynn- ingu, til dæmis 23 D sem er þynning tuttugu og þrisvar sinnum, en það þýðir í raun að hending er ef ein einasta sameind af virka efninu er í þeim skammti sem sjúklingur- inn tekur. Oft fylgja hálfgerðir helgisiðir blöndun efnanna og er mixtúran hrist og skekin á sérstakan hátt. Samuel Christian Hahnemann. Erfitt er að beita hefð- bundnum aðferðum við rannsóknir á hugsanlegri verkun þessara efna, meðal annars vegna þess að ekki er um staðlaða meðferð að ræða heldur meðferð sem aðlöguð er hverjum sjúklingi og ein- kennum hans. Gera má ráð fyrir að oftast sé ekki um beina áhættu að ræða af smáskammta- lækningum sem slíkum þar sem lyfin eru notuð í svo mikilli þynningu sem raun ber vitni um. Hins vegar geta slíkar lækningatilraunir seink- að réttri sjúkdómsgrein- ingu og viðhlítandi með- ferð hefðbundinnar læknisfræði. í sænska læknablaðinu var fyrir tveim árum gerð grein fyrir 143 tilvikum af al- varlegum afleiðingum hjálækninga. í sautján þessara tilvika áttu smá- skammtalækningar hlut að máli. Smáskammtalækning- ar eru einna mest stund- aðar í Þýskalandi, bæði af náttúrulæknum (heil- praktiker) og venjuleg- um læknum. Einnig er talsvert um smá- skammtalækningar i Englandi, bresku sam- veldislöndunum og í Bandaríkjunum. Þess má geta að fyrir um það bil 130 árum átti Jón Hjaltalín, þáverandi landlæknir, í miklum rit- deilum við smáskammta- lækna á Norðurlandi, bæði bændur og presta. Samkvæmt læknalög- um hefur sá einn réttindi til að stunda lækningar sem til þess hefur fengið leyfi heilbrigðisráðherra. Það teljast skottulækn- ingar ef aðrir bjóðast til að taka sjúklinga til lækninga, gera lækning- ar að atvinnu sinni eða kalla sig lækni. Á síðari árum hafa smáskammta- lækningar ekki komið til kasta landlæknis- embættisins. Ástæðulaus hægagangur Nú á tímum mengun- arvarna stingur í augun að sjá hópbifreiðar, til dæmis skólabifreiðar, bíða lengi eftir farþegum án þess að drepið sé á vélinni. Er þetta nauð- synlegt til að vélin skemmist ekki? Jón Baldar Porbjörnssson verkjræðingur, deildarstjóri hjd Bifreiðaskoðun íslands, svarar: Engin ástæða er til að láta vélar hópbifreiða ganga langtímum sam- an, til dæmis meðan beðið er eftir farþegum, nema ef vera kynni til þess að halda hita á far- þegarými bifreiðanna á köldum dögum. Flestar stærri og nýrri hópbif- reiðar eru hins vegar búnar aðskilinni olíumið- stöð sem nýtist vel í þessum tilgangi. Sá leiði vani að láta bifreiðar ganga að óþörfu byggist á við- teknu kæruleysi íslend- inga í umgengni við „allt þetta loft hér á landi". Um leið er það vanvirð- ing bílstjóra við farþega sína að bjóða þeim að ganga í gegnum misjafn- lega þykkt ský af sóti og óbrunnum kolvetnum frá díselvél á leið sinni inn í bflinn. HEILBRIGÐISMAL 2/1991 23

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.