Heilbrigðismál - 01.06.1991, Blaðsíða 13

Heilbrigðismál - 01.06.1991, Blaðsíða 13
HEILBRICÐISRÁÐUNEYTIÐ / Ljósmyndarinn - HEILBRIGÐISRÁÐUNEYTIÐ / Teikniþjónustan sf. Hvaðan kemur fitan? Hlutfall heildarfitu úr fæðuflokkum Kjötvörur _____Ostar Smjör, smjörlíki og olíur Mjólkurvörur Annaö Smjör, smjörlíki og olíur veita nánast helming af þeirri fitu sem við borðum. Petta er allt fita sem bætt er við matinn við matartil- búning, í sósur og á brauð. Ostar og annar mjólkurmatur eru líka drjúgir fitugjafar. á aldrinum 20-49 ára nota minna en 86 grömm af mjólk og mjólkurvör- um á dag, en tíu af hundraði pilta á aldrinum 15 til 19 ára borða meira en tvö kíló mjólkurvara á dag. Mjólk- urvörur eru greinilega undirstöðu- fæða á íslandi. Ásamt ostum veita þær 20% heildarorku í fæðu lands- manna, 27% heildarfitu, 30% prót- eina, 16% A-vítamíns og hvorki meira né minna en 73% kalksins. Nýmjólk. Meðalneysla á nýmjólk er tiltölulega mikil, 3,2 dl á dag að jafnaði, sem samsvarar einu og hálfu mjólkurglasi. Til samanburð- ar er meðalneysla Dana samkvæmt nýlegri könnun 1,4 dl og neysla Norðmanna 2,2 dl. Notkun ný- mjólkur er þó mjög mismikil eftir aldri, mest er neyslan hjá ungum piltum en minnst hjá elsta aldurs- hópi kvenna. Þar að auki er neysl- unni mjög misskipt innan hvers aldurshóps, allt frá lítilli sem engri notkun nýmjólkur upp í mjög mikla neyslu. Sérstaka athygli vek- ur að tíu af hundraði karla á aldrin- um 20-49 ára drekka meira en 9,8 dl af nýmjólk á dag. Léttmjólk. Notkun léttmjólkur er að jafnaði rúmur desilítri á dag og er nýmjólk því þrisvar sinnum meira notuð en léttmjólk. Létt- mjólk er stærri hluti mjólkurneyslu fólks undir fimmtugsaldri og eins velja konur fremur léttmjólk en karlar ef miðað er við mjólkur- neyslu í heild. Samt sem áður not- ar innan við helmingur kvenna á öllum aldri léttmjólk. Undartrenna. Neysla undanrennu er mest meðal kvenna yfir tvítugt. Konur velja fremur undanrennu en karlar, sérstaklega er mikill munur á kynjunum hvað þetta varðar á milli tvítugs og sjötugs. Þótt tiltölulega fámennur hópur noti undanrennu í einhverjum mæli getur hún samt sem áður verið verulegur hluti mjólkurneyslunnar í heild og samanlagt eru undan- renna og léttmjólk um helmingur mjólkurneyslu kvenna yfir tvítugt. Ostur er algengasta brauðálegg samkvæmt könnuninni og auk þess er hann töluvert notaður við mat- reiðslu. Mikill munur er á ostneyslu karla eftir aldri. Yngstu karlarnir borða þrisvar sinnum meiri ost en þeir elstu, en meðal kvenna er neyslan tiltölulega jöfn í öllum ald- urshópum. Ostur vegur drjúgt í heildameyslu landsmanna á mett- aðri fitu og kalki. Tólf af hundraði mettuðu fitunnar kemur úr ostum, en til samanburðar veita allar kjöt- vörur samanlegt 16 af hundraði mettuðu fitunnar. Ostar veita um fjórðung kalks í fæðu landsmanna en saman veita allar mjólkurvömr og ostar 73 af hundraði kalksins. Kornvömr (brauð, kökur, kex, korn og mjöl). Neysla kornvara er mjög almenn og tiltölulega jöfn í öll- um aldurshópum miðað við aðra fæðu. Svo að segja allir borða eitt- hvað úr þessum fæðuflokki en samt sem áður er meðalneyslan tiltölu- lega lítil borið saman við ýmsar ná- grannaþjóðir. Meðalneysla Dana er til dæmis 50 af hundraði meiri en neyslan hér á landi. Komvörur veita tæpan helming allra fæðutrefja og álíka mikið af járni og kjötvömr og innmatur samanlagt, eða rúmlega 30 af hundraði heildarjámsins. Brauð er uppistaðan í kornvöru- Notkun léttmjólkur og annarra fituskertra mjólkurvara skiptir máli fyrir fituneyslu. í einum lítra af nýmjólk er fita til jafns við 48 grömm af smjöri en í sama magni af léttmjólk 18 grömm af smjöri. HEILBRIGÐISMAL 2/1991 13

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.