Heilbrigðismál - 01.06.1991, Blaðsíða 18

Heilbrigðismál - 01.06.1991, Blaðsíða 18
HEILBRIGÐISMÁL / Ljósmyndarii C-vítamín Gott í hófi C-vítamín var uppgötvað fyrir sextíu árum. Síðan hefur mikið verið rætt og ritað um áhrif þess á heilsu fólks. Fyrst í stað snerist umræðan einkum um varnir gegn skyrbjúg, þar sem C-vítamíns- skortur var orsök þess sjúkdóms. Hlutverk C-vítamíns í myndun heilbrigðs bandvefs er talin ástæð- an fyrir mikilvægi vítamínsins í skyrbjúgsvörnum. Seinna varð Ijóst að C-vítamín tæki þátt í marg- víslegum efnaskiptum öðrum en eðlilegri bandvefsmyndun. Má þar nefna hlutverk þess í uppbyggingu og niðurbroti ákveðinna efna í lík- amanum, í mótefnakerfinu, í frá- sogi járns frá görnum, auk þess sem C-vítamín er mjög gott efni til að eyða áhrifum stakeinda (stakra radikala, árásargjarnra efniseinda), sem myndast í líkamanum. Slíkar stakeindir verða til við eðlileg efna- skipti í líkamanum, en utanaðkom- andi aðstæður, til dæmis geislun og ýmis krabbameinsvaldandi efnasambönd, auka magn þeirra og eyðileggjandi áhrif í líkaman- um. Fyrir rúmum áratug voru í gangi fjörugar umræður um áhrif stórra C-vítamínsskammta á almennt heilsufar manna (sjá Heilbrigðis- mál 4/1978). Bar þar einna hæst umfjöllun um þátt C-vítamíns í vörnum gegn veirusýkingum í efri öndunarvegum. Einnig var ákaft deilt um stærð ráðlagðra dag- skammta og er þeirri deilu engan veginn lokið enn. Áhr if á kvef í nágrannalöndunum hafa ráð- lagðir dagskammtar af C-vítamíni breyst gegnum árin og eru enn nokkuð mismunandi milli landa. Skammtarnir eru á bilinu 30 til 80 mg á dag og hafa fyrst og fremst verið miðaðir við það að koma í veg fyrir öll einkenni skyrbjúgs. ft- arlegar rannsóknir hafa sýnt að Grein eftir Elínu Ólafsdóttur hraustir ungir karlmenn fá engin skyrbjúgseinkenni, ef þeir neyta að staðaldri 10 mg af C-vítamíni á dag. Ymsir sjúkdómar, reykingar og streita ganga á C-vítamínið í lík- amanum og því eru ráðlagðir dag- skammtar hafðir nokkru hærri en lágmarksþörfin. Hins vegar er deilt um mun á ráðlagðri lágmarksneyslu og æski- legri neyslu, þar sem jákvæðir eig- inleikar C-vítamíns eru nýttir að fullu til viðhalds góðri heilsu. C-vítamín í stórum skömmtum hefur lengi verið notað til að koma í veg fyrir eða draga úr óþægind- um af völdum kvefs. Umfangs- miklar rannsóknir voru gerðar á áttunda áratug aldarinnar til að kanna réttmæti þessarar notkunar. Niðurstöður rannsóknanna eru í stuttu máli þær, að C-vítamín dregur úr sjúkdómseinkennum og vanlíðan en kemur ekki í veg fyrir sýkingar í efri öndunarvegum. Skammtastærðir frá 250 mg og upp í nokkur grömm á dag hafa svipuð áhrif við að draga úr einkennum. Athygli vakti í nokkrum rannsókn- unum hvað þátttakendur fengu mikið C-vítamín úr venjubundnu mataræði, þannig að viðbótar C- vítamínneysla hafði tiltölulega lítil bætandi áhrif. Áhrif C-vítamíns á ýmsa fleiri heilsufarslega þætti hafa einnig verið rannsökuð nú um árabil. Má Hálf appelsína á dag nægir til að uppfylla lágmarksþörf líkamans fyrir C-vítamín. Fleiri appelsínur eða aðrir vítamínríkir ávextir skaða þó ekki - síður en svo. I J 18 HEILBRIGÐISMAL 2/1991

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.