Heilbrigðismál - 01.06.1991, Qupperneq 14

Heilbrigðismál - 01.06.1991, Qupperneq 14
neyslu landsmanna. Meðalneyslan samsvarar um það bil fjórum brauðsneiðum á mann. Nánast all- ir landsmenn borða að minnsta kosti eina brauðsneið á dag. Helm- ingur pilta borðar meira en 5 sneið- ar á dag, en helmingur kvenna á aldrinum 50-69 ára borðar tvær sneiðar eða minna. Brauðneysla ís- lendinga er mun minni en annarra Norðurlandabúa. Kex og kökur eru þriðjungur af kornvöruneyslu landsmanna sam- kvæmt könnuninni. Mest er neysl- an hjá piltum eða sem samsvarar um 8 litlum kexkökum. Hlutfalls- Iega er neyslan mest í elsta aldurs- hópi kvenna og yngsta hópi karla eða 40 af hundraði kornvara í heild. Morgunverðarkorn. Til þessarar fæðu telst kaldur spónamatur úr korni. Neysla á morgunverðar- korni er fyrst og fremst almenn í yngsta aldurshópnum. Helmingur pilta borðar meira sem samsvarar tæpum diski á dag. Gróft grænmeti. Grænmeti er flokkað í tvo flokka, gróft græn- meti og fínt. Gróft grænmeti kall- ast allt kál, bæði hvítkál, rauðkál, blómkál, og brokkkál, svo og gul- rætur, rófur, rauðrófur, laukur, sellerí, ertur og baunir. Meðal- neysla á þessari fæðu er samanlegt 50 grömm, sem samsvarar um það bil einum desilítra af soðnu græn- meti á dag eða hálfri gulrót. Ungt fólk af báðum kynjum borðar minnst úr þessum flokki grænmet- is, jafnvel minna en aldraðir, en karlar á miðjum aldri borða mest. Hlutfallslega borða þó konur meira af grænmeti en karlar, ef tekið er tillit til minni neyslu kvenna yfir- leitt. Fínt grænmeti. Til þessa flokks telst trefjaefnasnauðara grænmeti: tómatar, agúrkur, salat, sveppir og paprika. Tiltölulega lítið er borðað úr þessum flokki, miðgildið er 12 grömm sem samsvarar einni sneið af tómati á dag. Konur borða meira af fínu grænmeti en karlar en gam- alt fólk borðar það sjaldan, helm- ingur kvenna á aldrinum 70 fil 80 ára borðar minna en 2 grömm á dag og meira en helmingur karla á sama aldri borðar ekkert úr þess- um flokki. Kartöflur. Meðalneyslan sam- svarar um það bil tveim til þrem kartöflum á dag. Ungt fólk borðar minnst af kartöflum, jafnvel mun minna en aldraðir, og konur borða minna af kartöflum en karlar. Ávextir, ber og safi. Konur borða meira úr þessum fæðuflokki en karlar og ungt fólk borðar um þrisvar sinnum meira en elsti ald- urshópurinn. Það er athyglisvert að margir fullorðnir karlmenn virð- ast borða lítið sem ekkert úr þess- um flokki matvæla. Ferskir ávextir og ber. Konur á öll- um aldri borða mun meira af nýjum ávöxtum en karlar. Meðal- neyslan er um 50 grömm í öllum aldurshópum karla en milli 75 og 100 grömm hjá konum. Hins vegar er mjög mikil dreifing í neyslunni, meira en 10 af hundraði borða alls enga ávexti og helmingur karla borðar 20 grömm á dag eða minna, sem samsvarar einu rifi úr appels- ínu á dag eða tæpu epli á viku. Að- eins 10 af hundraði karla borða sem samsvarar einum ávexti á dag eða meira. Safi. Ungar stúlkur drekka mest af hreinum ávaxtasafa, eða sem samsvarar lítilli fernu á dag að meðaltali. Konur drekka meira af safa en karlar í öllum aldursflokk- um en neyslan minnkar mikið eftir aldri hjá báðum kynjum. Karlar yf- Meðalneysla íslendinga Dagleg neysla að meðaltali, samkvæmt könnun Manneldisráðs 1990. Karlar Konur Mjólk og flestar mjólkurvörur 716 g 469 g - Nýmjólk 429 g 218 g - Léttmjólk 138 g 96 g - Undanrenna 22 g 57 g Ostar 41 g 34 g Kornvörur 178 g 133 g - Brauð 113 g 86 g - Kex og kökur 65 g 42 g Morgunverðarkorn 11 8 9 g Gróft grænmeti 54 g 46 g Fínt grænmeti 18 g 25 g Kartöflur 174 g 102 g Ávextir, ber og safi 135 g 177 g - Ferskir ávextir og ber 50 g 82 g - Safi 76 g 95 g Kjöt og kjötvörur 140 g 74 g Fiskur og fiskafurðir 91 g 56 g Fuglakjöt 12 g 7g Egg og eggjavörur 22 g 15 g Fita og feitmeti 75 g 46 g - Lýsi 4g 3g Sykur, hunang og sælgæti 70 g 45 g Gosdrykkir og svaladrykkir 254 g 204 g Kaffi (lagað) 679 g 557 g Te (lagað) 78 g 97 g Vatn til drykkjar 161 g 262 g 14 HEILBRIGÐISMÁL 2/1991

x

Heilbrigðismál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.