Heilbrigðismál - 01.06.1991, Blaðsíða 8

Heilbrigðismál - 01.06.1991, Blaðsíða 8
NÁTTljRUFRÆÐISTOFNUN NORÐUR inu. Áreynsluastmi er algengur fylgikvilli frjónæmis þegar líður á sumarið. Viðbrögð könnuð í flestum tilfellum er auðvelt að greina frjónæmi. Lýsing á ein- kennum og tímasetning dugar oft, þótt sjúklingur geti ekki dæmt um hvaða plöntur valdi ofnæmi. Algengasta aðferðin við að finna ofnæmisvaldinn er að gera húð- próf, líkt og Blackley gerði fyrir 120 árum. Frjókornaseyði, eða ofnæm- islausnir, ýmissa plantna er sett á húðina í litlum dropum og pikkað í gegnum þá með fíngerðum nálum. Þetta kallast pikkpróf. Á þennan hátt komast mótefnavakarnir í snertingu við mótefnin á yfirborði mastfrumunnar. Boðefni losna frá mastfrumunni - púðurtunnan springur - og það myndast klæj- andi, rauð bóla á húðinni. Hins vegar gerist ekki neitt þegar ekki er um ofnæmi að ræða. Þá vantar mótefnin - kveikiþráðinn. Það má hugsa sér að láta of- næmislausn í nefið, augun, undir tunguna eða niður í berkjurnar. Þessi aðferð kallast ofnæmisþol- próf og núorðið er hún sjaldan Frjókorn frá súrum (einkum tún- súru og hundasúru) eru í öðru sæti á eftir grasi samkvæmt mæl- ingum í Reykjavík. Minni mynd- in sýnir frjókorn í tvöþúsund- faldri stækkun. notuð nema í vísindalegum rann- sóknum. Fyrir tveimur til þremur áratug- um var fundin upp aðferð til að mæla mótefni í þlóðrásinni, svo- kallað RAST próf. Niðurstöður þeirra mælinga gefa einnig nokkuð örugg svör við því hvort blóðgjafi hafi ofnæmi. Bleytt í púðrinu Á dögum Blackleys voru engin lyf fáanleg við frjókvefi. Það var ekki fyrr en á fyrri hluta þessarar aldar að adrenalín kom til sögunn- ar og síðar andhistamín, sem hér á Iandi eru gjarnan kölluð ofnæmis- töflur, þótt það sé ekki alveg rétt því áhrif þeirra einskorðast ekki við ofnæmissjúkdóma. Um miðja öldina komu barksterarlyf á mark- að og í lok sjöunda áratugarins lyf- ið natríum krómóglikat. Það kem- ur í veg fyrir að boðefni losni frá mastfrumum og hindrar þannig of- næmisviðbrögð - það bleytir í púðrinu. Hin lyfin draga öll úr áhrifum ofnæmisviðbragðanna, hvert með sínum hætti. Óhætt er að fullyrða að veruleg- ar framfarir hafi orðið í meðferð frjókvefs á síðari árum. Það er fyrst og fremst að þakka endurbótum á gömlum lyfjum eða lyfjaflokkum. Áhrif lyfjanna eru meiri, lyfjagjöfin markvissari og hjáverkanir færri, en lyfin eru dýrari að sama skapi. Meðferðin er því kostnaðarsamari en áður, því hver vill lakara lyf þótt það sé ódýrara? Árið 1910 var farið að beita eins konar bólusetningu við ofnæmi. Hér á landi kallast þetta afnæmis- meðferð. Hugmyndin var að auka mótstöðu sjúklingsins gegn of- næminu. í upphafi voru engin rök fyrir þessari meðferð. En hún gerði sitt gagn. Líklegt er að þrír af hverjum fjórum sjúklingum með frjónæmi fái góðan eða sæmilegan bata af afnæmismeðferðinni, en hún er ekki tekin út með sældinni. í byrjun eru gefnar sprautur á viku fresti í fimmtán vikur eða lengur og síðan á sex vikna fresti í þrjú til fjögur ár. Sprauturnar geta valdið bráðum ofnæmiseinkennum og því er öruggast að sjúklingurinn sé undir eftirliti læknis í klukkustund eftir hverja sprautu. Ofnæmismeð- ferð á aðeins rétt á sér þegar önnur meðferð ber ekki fullnægjandi ár- angur. Frjókorn talin Frjómælingar hafa verið stund- aðar frá dögum Blackleys. Með frjómælingum er átt við talningu frjókornanna og greiningu teg- unda. Margs konar aðferðir eru notaðar við töku sýna og þess vegna er þýðingarlítið að bera sam- an niðurstöður frá fleirum en ein- um stað. Með frjómælingum fæst vitn- eskja um hvaða plöntur geta valdið ofnæmi í nágrenni mælingarstað- arins. Einnig fæst þekking á blómgunartímanum, og þegar til lengri tíma er litið má spá fyrir um 8 HEILBRIGÐISMÁL 2/1991

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.