Heilbrigðismál - 01.06.1991, Blaðsíða 6

Heilbrigðismál - 01.06.1991, Blaðsíða 6
HEILBRIGÐISMÁL / Teikniþjónustan s£. (upplýsingar frá Margréti Hallsdóttur) Frjónæmi og frjókvef Þegar gróðurilmur er til ama Grein eftir Davíð Gíslason Fyrir flesta sem eiga heima á norðlægum slóðum er vorið kær- komiö, og við hugsum til þess með eftirvæntingu yfir köldustu og dimmustu vetrarmánuðina. Sólríkt sumar gefur tækifæri til útiveru, og fátt er unaðslegra en að liggja í grænu grasi og njóta sumar- ilmsins. Þessu er þó öðruvísi varið um þá sem hafa frjónæmi. Hugtökin gróðurilmur og grænt gras hafa aðra merkingu fyrir þá heldur en en fyrir okkur hin. Jafnvel um- hugsun um þessi atriði getur vakið upp vanlíðan. Sumarkvef á síðustu öld Árið 1819 flutti læknir að nafni John Bostock erindi í Læknafélagi Lundúna um nýlegan sjúkdóm sem hann þjáðist af sjálfur. Ein- kenni þessa sjúkdóms gerðu ein- göngu vart við sig á sumrin og virtust á einhvern hátt tengjast heyskap. Hann var því kallaður hay-fever eða Catarrhus æstivus Rannsóknir á frjókomum í and- rúmslofti hafa verið gerðar í Reykjavík síðustu fjögur ár. (sumarkvef). Sjúkdómurinn virtist vera afar sjaldgæfur og Bostock tókst ekki að finna nema nokkra sjúklinga á starfsævi sinni. Annað fórnarlamb þessa sjúk- dóms, Charles Blackley, birti nið- urstöður áratuga rannsókna á frjókvefi árið 1873. Hann sannaði að frjókorn ollu sjúkdómnum. Hann lýsti einkennunum betur en áður hafði verið gert og gerði mjög ítarlegar frjókornamælingar á jörðu niðri og í flugdrekum í nokkur hundruð metra hæð frá jörðu. í rauninni hefur litlu verið bætt við aðferðir Blackleys til að greina sjúkdóminn, nema fullkomnari tækni. Hann vissi þó ekki að frjó- næmi væri ofnæmi. Vitneskjan um það kom nokkrum áratugum síðar. Þekking verður sjaldnast til án verulegrar fyrirhafnar. Þetta á við um rannsóknir Blackleys, sem voru ótrúlega tímafrekar og ná- kvæmar. Allan h'mann notaði hann sama hlraunadýrið - sjálf- an sig. Það er raunar ótrúlegt að hlraunirnar skyldu ekki verða honum að fjörtjóni. Hann safn- aði frjódufti ótal plantna og nudd- aði því í skrapsár á húðinni og gerði þannig rispupróf, líkt og síð- an hefur verið gert. Einnig stráði hann frjódufh í vitin og gerði þannig þolpróf sem áreiðanlega hafa verið lífshættuleg í mörgum hlfellum. Þrátt fyrir heiftarlega fylgikvilla skráði hann áhrifin af ítrustu nákvæmni, jafnvel þótt annað augað væri stokkbólgið dög- um saman og svo aumt að hann gæh ekki hreyft það. Fimmtándi hver næmur Blackley tókst ekki að finna nema fáa sjúklinga með frjónæmi, þrátt fyrir mikinn áhuga. Hann var þeirrar skoðunar að frjónæmið væri sjúkdómur menntafólks og þeirra betur settu í þjóðfélaginu. Nokkuð virðist til í þessu áliti hans, því seinni tíma rannsóknir sýna hærri tíðni þessa sjúkdóms meðal háskólanema en almennt gerist í þjóðfélaginu. Fáar nákvæmar heimildir hafa verið til um tíðni frjónæmis fyrr en á síðustu áratugum. Nýlega var gerð ítarleg athugun á h'ðni frjó- næmis í Sviss og niðurstöðurnar bornar saman við eldri rannsóknir - þær elstu frá 1926. Samanburður- inn leiddi í ljós að tíðnin hafði tí- faldast á sex áratugum. Árið 1926 150 100 50 Frjókornatalning Meðalfjöldi á dag Reykjavík 1991 /V Birki 19.-25. -1. -8. -15. -22. -29. -6. -13. -20. ma! júní júní júnt júní jún( júl! júlí júlí 6 heilbrigðismAl 2/1991

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.