Heilbrigðismál - 01.06.1991, Blaðsíða 28

Heilbrigðismál - 01.06.1991, Blaðsíða 28
til þess bærir. Kæruleysi gagnvart þessum atriðum er undrunarefni, því enginn eðlismunur er á þessari verslun og eiturlyfjasölu. Hér virð- ist því full þörf á að skerpa þjóð- arafstöðuna til þessa vandamáls. Um hinn siðferðilega þátt máls- ins ætti að vera óþarft að fara mörgum orðum. Misnotendurnir hafa komið slíku óorði á vissar íþróttagreinar, að heiðarlegir íþróttaiðkendur liggja undir ámæli um misnotkun að ósekju. í slíkum tilfellum þarf sterk bein til að standast hópþrýstinginn og hefja ekki misnotkun. Fjárhagslegu mótrökin hljóta líka að vegna þungt fyrir þá sem ekki sigra sér til tekna. Lyf þessi eru seld á svörtum markaði, senni- lega á okurverði. Ungt fólk í hættu Hér hefur verið stiklað á stóru um lyfjamisnotkun íþróttamanna, sem er umtalsvert vandamál hér- lendis sem erlendis. Getið hefur verið verkunar lyfjanna og auka- verkana. Hættan er stórlega van- metin að okkar dómi og er því brýn þörf á að halda vöku sinni. íþróttasamband íslands hefur tekið upp lyfjapróf til að herða eftirlit með misnotkun. Þó eru vaxtar- ræktarmenn og kraftlyftingamenn ekki háðir slíku eftirliti. Þótt lyfja- próf væru tekin upp þá er kostnað- ur við þau gífurlegur og þau koma ekki að gagni, nema blóð- og þvagsýni séu tekin að óvörum á æfingatímanum. Að mati granna okkar á Norðurlöndum eru lyfja- próf sem gerð eru á stórmótum eingöngu því gagnslaus ef mis- notandinn á þess kost að losa sig við lyfin úr líkamanum í tæka tíð. Okkur ber að beina orku okkar fyrst og fremst að æskufólki sem ekki hefur byrjað misnotkun enn- þá og heldur dómgreind sinni óskertri. Hér er þó við ramman reip að draga því unglingar sækja gjarnan fyrirmyndir til eldri íþróttamanna og þjálfara. Fræðsla um þessi efni á því brýnt erindi inn á heimilin og í skólana. Helstu heimildir: J. D. Wilson: Androgen Abuse by Athletes. Endocrine Reviews 1988; 9:181-199. G. H. Pope o. fl.: Affective and Psychotic Symptoms Associated With Anabolic Steroid Use. Am J Psychiatry 1988;145:487-490. Pétur Pétursson og higvar Þórodds- son eru læknar á Heilsugæslustööinni á Akureyri. Þeir hafa nýlega skrifaö um sama efni í Dag. Hollt og gott kex frá Braycot Góð heílsa er gæfa hvers manns Faxafell hf. símí 51775 28 heilbrigðismál 2/1991

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.