Heilbrigðismál - 01.06.1991, Side 34

Heilbrigðismál - 01.06.1991, Side 34
HEILBRIGÐBMÁL greinist hlutfallslega fleiri æxli á fyrsta stigi, en þá eru horfur á lækningu betri. Aætlað er að dán- artíðnin verði komin niður í um 17 af 100.000 á næstu árum en muni ekki fara neðar fyrir aldamót. Samantekt. Skipulegt leitarstarf hefur dregið úr fjölda legháls- krabbameina og bætt lífslíkur þeirra kvenna sem greinst hafa með sjúkdóminn við leit. Þess er vænst að skipulegt leitarstarf með töku brjóstaröntgenmynda flýti greiningu brjóstakrabbameins og leiði til lækkunar á dánartíðni sjúk- dómsins. Færa má rök fyrir því að með leitarstarfinu hafi mörgum tugum mannslífa verið bjargað. Tilvitnanir: 1. Kristján Sigurðsson o. fl.: Leghálskrabba- meinsleit á íslandi 1964-86. Læknablaðið 1988:74:35-40. 2. Guðmundur Jóhannesson o. fl.: Screen- ing for cancer of the uterine cervb< in Iceland 1965-78. Acta Obstet Gynecol Scand 1982:61:199-203. 3. Jónas Ragnarsson og Hrafn Tulinius: Nú eru á lífi um fjögur þúsund manns sem fengið hafa krabbamein. Heilbrigðismál 2/1987. Dr. Stcfán Aðalsteinsson er erfða- fræðingur og tölfræðingur. Hann er nú forstöðumaður norræns genabanka á Ási í Noregi en iiefur unnið að tölfræðilegri úrvinnslu fyrir Krabbameinsfélagið. Dr. Kristján Sigurðsson er yfir- lækttir leitarstöðvar Krabbatneinsfe'- lagsins og yfirlæknir krabbatneins- lækningadeildar kvennadeildar Land- spítalans. Forsendur þeirra útreikninga setn hér er sagt frá eru útskýrðar í ítarlegri grein setti birtist í lnternational Jourtt- al of Cancer. Fréttir frá Krabbameins- félaginu Blettaskoðun. Félag íslenskra húðlækna og Krabbameinsfélagið sameinuðust um sérstaka þjónustu við almenning á sumardaginn fyrsta, fimmtudaginn 25. apríl. Fólk sem hafði áhyggjur af blettum á húð gat komið í leitarstöð Krabbameinsfélagsins að Skógar- hlíð 8 þar sem húðsjúkdómalækn- ar skoðuðu blettina og lögðu mat á hvort ástæða væri til nánari rann- sókna. Fljótlega var fullbókað í þessa skoðun en næstu daga á eftir var boðin svipuð þjónusta á veg- um göngudeildar húðsjúkdóma. í maímánuði var svipuð blettaskoð- un í boði á Akureyri. Eins og kunnugt er hefur tfðni húðkrabba- meins aukist síðustu áratugi. Ár hvert eru skráð meira en þrjátíu ný tilfelli af húðkrabbameini hér á landi. Mikilvægt er að fara til lækn- is ef fram koma breytingar á húð eins og blettir sem stækka, eru mislitir eða breytast, og sár sem ekki gróa. Á flestum heilsugæslu- stöðvum og í mörgum apótekum er hægt að fá fræðslurit um húð- krabbamein, en það var gefið út á síðasta ári. Heilsuhlaup Krabbameinsfé- lagsins var haldið í fjórða sinn laugardaginn 8. júní. Álls tóku á þrettánda hundrað manns þátt í hlaupinu að þessu sinni (774 greiddu þátttökugjald í Reykjavík, um 350 á Akureyri og 140 á Egils- stöðum). í Reykjavík var í fyrsta sinn boðið upp á 2 km hring, auk 4 km og 10 km. Þetta var gert á Ak- ureyri í fyrra og gafst vel. Það var endurtekið nú fyrir norðan og haft eins fyrir austan. Fólki var í sjálfs- vald sett hvort það gekk, hljóp eða hjólaði þennan stutta hring. Heilsuhlaupið var að þessu sinni stutt af Alþjóða líftryggingarfélag- inu og Ólympíunefnd Islands. fbúdir vígðar. í júní voru form- lega teknar í notkun tvær fbúðir sem Krabbameinsfélagið og Rauði kross íslands hafa sameinast um kaup á í nágrenni Landspítalans, nánar til tekið við Lokastíg. fbúð- irnar verða til afnota fyrir krabba- meinssjúklinga og aðstandendur af landsbyggðinni meðan á sjúk- dómsmeðferð stendur. Ríkisspítal- ar munu sjá um rekstur þessa hús- næðis. Fyrir fjórum árum var keypt íbúð við Leifsgötu fyrir for- eldra barna sem eru í meðferð vegna krabbameins. Reynslan af þeirri íbúð hefur verið góð svo að ástæða þótti til að létta undir með öðrum krabbameinssjúklingum á hliðstæðan hátt. -jr. Tvær íbúðir fyrir krabbameins- sjúklinga af landsbyggðinni og að- standendur þeirra eru á Lokastíg 16, nokkur hundruð metra frá Land- spítalanum. Þær voru formlega teknar í notkun á 40 ára afmælis- degi Krabbameinsfélags íslands. 34 heilbrigðismál 2/1991

x

Heilbrigðismál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.