Heilbrigðismál - 01.06.1991, Blaðsíða 11

Heilbrigðismál - 01.06.1991, Blaðsíða 11
HEILBRIGÐISRÁÐUNEYTIÐ / Ljósmyndarinn - HEILBRIGÐISRÁÐUNEYTIÐ / Teikniþjónustan sf. Kolvetni Hlutföll orkuefna Prótein Kolvetni Fita Prótein íslenskt fæði Manneldismarkmið íslendingar borða meiri fisk en nokkur önnur Evrópuþjóð Lýsisneysla er nokkuð almenn Tíundi hver fullorðinn karl drekkur meira en einn lítra af nýmjólk á dag hún var mikilvægur orkugjafi þjóðar sem bjó við kröpp kjör í harðbýlu landi. Öðruvísi en áður í ljósi þessarar fortíðar kemur ef til vill nokkuð á óvart að fæði okk- ar er greinilega feitara nú en á ár- unum fyrir stríð. Heimildir um fæði frá þessum tíma eru óvenju traustar því að árið 1939 var gerð ít- arleg og vönduð könnun á matar- . . . Ef brauðið er lítið smurt verð- ur ársneyslan á smjöri og smjör- líki á við fituhlaðann til vinstri en sá til hægri sýnir fitumagnið sem fer á jafnmargar sneiðar af þykkt smurðu brauði. Hér sannast hið fornkveðna: Safnast þegar saman kemur. æði fslendinga þar sem öll fæða til heimilisins var tíunduð, þar með talin hver fituögn. Það var prófess- or Júlíus Sigurjónsson sem stjórn- aði þeirri könnun en Manneldisráð íslands var einmitt stofnað af þessu tilefni. Þegar niðurstöður þessara tveggja kannana eru bornar saman kemur að sjálfsögðu í ljós að fæði íslendinga hefur um margt gjör- breyst - nánast umturnast á hálfri öld. Neysla grænmetis og ávaxta hefur margfaldast og sömu sögu er að segja um ótal fæðutegundir, svo sem kökur, kex, sælgæti og sæta drykki. Hins vegar er mun minna borðað af kjötfitu en áður, meira að segja svo, að fita úr kjöti veg- ur tiltölulega lítið í heildar- neyslu. Samt sem áður er fitu- neyslan í heild meiri nú en árið Við eigum enn Iangt í land með að ná þeim manneldismarkmiðum sem sett voru fyrir nokkrum ár- um. '1939 og hefur aukningin orðið mest í sveitum og sjávarplássum en minni á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Eru þetta ekki einfaldlega mistök í útreikningum, kann einhver að spyrja. Hvaðan kemur eiginlega þessi fita, sem á að hafa bæst við matinn? Niðurstöður nýju könn- unarinnar veita einmitt svör við þessum spurningum. Þar kemur glöggt í ljós að nánast helmingur þeirrar fitu sem nútíma íslendingar borða kemur úr smjöri, smjörlíki og olíum, það er að segja alls kon- ar feiti sem notuð er við matargerð og sælgætisgerð, í bakstur, sósur, á brauð, kex og með mat. Fita úr ostum og mjólkurvörum er einnig töluverð og meiri en fyrir stríð, en kjötfitan ein hefur minnkað. Hversdagsfæðið skiptir mestu máli Það vekur athygli, að fáein sára- einföld atriði ráða að miklu leyti fituneyslu íslendinga samkvæmt könnuninni. Sú hversdagslega at- höfn að smyrja brauðið sitt virðist afdrifaríkust hvað þetta varðar. Þeir sem smyrja þykku lagi af smjöri eða smjörlíki á brauð og kex borða feitasta fæðið og fá hvorki meira né minna en 48% orkunnar HEILBRIGÐISMÁL 2/1991 11

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.