Heilbrigðismál - 01.06.1991, Blaðsíða 19

Heilbrigðismál - 01.06.1991, Blaðsíða 19
þar nefna hjarta- og æðasjúkdóma, ýmsar gerðir krabbameins, ofnæm- issjúkdóma og fleira. C-vítamín og hjarta- og æðasjúkdómar Aðaláhættuþættir hjarta- og æðasjúkdóma eru há blóðfita, háþrýstingur og reykingar. Rann- sóknaniðurstöður benda til að C- vítamín hafi áhrif til lækkunar á blóðfitu, en jafnframt er talið að vítamínið geti haft víðtækari áhrif til varnar skemmda á æðaveggj- um. Ahættuþættir, eins og stak- eindir (stök radiköl), hafa verið nefndir og vitað er að C- og E-víta- mín veita vörn gegn eyðileggjandi áhrifum þeirra. Ein stór faralds- fræðileg rannsókn hefur verið gerð til að kanna verndandi áhrif C- og E-vítamína í þessu tilliti og er það könnun sem hófst árið 1960 og tók til 3000 karla sem unnu í lyfjafyrir- tækjum í Basel í Sviss. Fylgst hefur verið með hópnum síðan og meðal annars mæld C- og E-vítamín í blóði allra. Lágt C-vítamín í blóði sýndi aukna hættu á kransæða- stíflu, en fjöldi einstaklinga í hópn- um sem var með lágt C-vítamín og lést úr kransæðastíflu var mjög lít- ill og því eru niðurstöðurnar töl- fræðilega vart marktækar. E-víta- mín virtist hins vegar engin áhrif hafa á framgang kransæðastíflu í hópnum. Ymsar rannsóknir hafa sýnt að C-vítamín hefur áhrif á niðurbrot fitu í líkamanum til lækkunar á kólesteróli og annarri blóðfitu. Er hugsanlegt að það skýri að hluta verndandi áhrif C-vítmíns. C-víta- mín gegnir einnig hlutverki í að viðhalda heilbrigðum æðavegg og hugsanlega dregur það líka úr hættu á blóðstorkumyndun. Því er mikilvægt að halda hæfílegu C- vítamínmagni í líkamanum. Lang- tímarannsóknir á notkun mjög hárra skammta af C-vítamíni til að draga úr hættu á kransæðasjúk- dómum hafa ekki verið gerðar og æskilegir dagskammtar af C-víta- míni eru enn deiluefni í þessu samhengi. C-vítamín og krabbamein Basel könnunin náði einnig til dánartíðni af völdum krabba- meina. Tengsl fundust milli lítils magns af betakarótíni (sem er forstigsefni A-vítamíns) og aukinn- ar dánartíðni af völdum lungna- krabbameins. Meðalstyrkur C-víta- míns í blóði var einnig marktækt lægri í hópi látinna. Þegar áhrif reykinga voru hins vegar tekin með í útreikninga, minnkuðu verulega verndandi áhrif vítamína og marktækur munur fannst að- eins á verndandi áhrifum gegn krabbameini í maga. Ótal aðrar rannsóknir hafa kann- að áhrif C-vítamíns á myndun og viðgang krabbameina, bæði í rækt- uðum frumum, dýrum og völdum sjúklingahópum. Hníga niður- stöður þeirra allra í þá átt að C- vítamín eigi hugsanlega þátt í að vernda gegn myndun ákveðinna krabbameina, til dæmis í munni, vélinda og leghálsi. C-vitamínið hefur í þessum rannsóknum ekki sýnt verndandi áhrif gegn krabba- meini í brjóstum og blöðruháls- kirtli. Ekki er vitað hvar eða hvern- ig C-vítamínið kemur inn í vörnina gegn krabbameini, enda er þar um margþætt og flókin ferli að ræða, C-vítamín í nokkrum fæðutegundum Milligröm í hverjum 100 grömmum. Heimildir: íslenskar næringar- efnatöflur, útg. 1988, °g upplýsingar frá Rannsókna- stofnun landbúnaðarins. Sólber 181 Skarfakál 144 Grænkál 124 Paprika (græn) 119 Spergilkál (broccoli) 115 Rósakál 90 Blómkál 78 Kíví 74 Jarðarber 68 Hvítkál 54 Appelsínur 53 Rauðkál 51 Ribsber 49 Sítrónur 49 Greipaldin 45 Appelsínusafi 43 Baunir (grænar) 43 Gulrófur 39 Bláber 38 Mandarínur 31 Ananas 25 Melónur 25 Lambalifur 21 Tómatar 16 Rabarbari 12 Bananar 11 Kartöflur 11 Kínakál 11 Krækiber 11 Hreðkur 10 Epli 7 Gúrkur 7 Salat 4 Gulrætur 4 Sveppir 2 Tölurnar eiga við ferskar (hráar) vörur. Við suðu fer hluti af vítamíninu til spillis. Það sama gerist við geymslu. HEILBRIGÐISMÁL 2/1991 19

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.