Heilbrigðismál - 01.06.1991, Blaðsíða 32

Heilbrigðismál - 01.06.1991, Blaðsíða 32
KRABBAMEINSFÉLAGIÐ Tíðni krabbameins í leghálsi og brjóstum: Breytingar síðustu 35 ár og hugsanleg þróxrn til aldamóta Grein eftir Stefán Aðalsteinsson og Kristján Sigurðsson Leitarstöð Krabbameinsfélags ís- lands hóf starf fyrir rúmum aldar- fjórðungi, hinn 29. júní 1964. Stárf- semin hefur frá upphafi beinst að leit að leghálskrabbameini og for- stigum þess með því að taka frumustrok frá leghálsslímhúð. Ár- ið 1973 var jafnframt hafin leit að brjóstakrabbameini með því að þreifa brjóst kvenna og frá 1987 með brjóstaröntgenmyndun í ákveðnum aldurshópum. Markmið leitarstarfsins er tví- þætt, í fyrsta lagi að greina legháls- krabbamein á svokölluðu forstigi, áður en það hefur þróast yfir í krabbamein, og í öðru lagi að greina legháls- og brjóstakrabba- mein á byrjunarstigi, áður en það hefur dreift sér og fer að gefa ein- kenni. Greining og meðferð for- stiga leghálskrabbameins leiðir til fækkunar nýgreindra krabbameina og lækkar þar með svonefnt ný- gengi sjúkdómsins. Greining leg- háls- og brjóstakrabbameins á byrj- unarstigi leiðir til færri dauðsfalla af völdum þessara sjúkdóma og veldur þannig lækkun á dánartíðn- inni. Hér verður sýnt hvernig leitar- starfið hefur haft áhrif á gang þess- ara tveggja krabbameina, en þau svara til þriðjungs allra krabba- meina meðal íslenskra kvenna. Fjallað er um breytingar á nýgengi og dánartíðni frá upphafi krabba- meinskráningar árið 1955. Út frá þessum breytingum er jafnframt áætluð hugsanleg þróun nýgengis og dánartíðni til næstu aldamóta. Við þessa könnun var stuðst við upplýsingar um aldursstaðlað ný- gengi legháls- og brjóstakrabba- meins úr Krabbameinsskrá Krabbameinsfélags íslands og ald- ursstaðlaða dánartíðni sömu meina frá Hagstofu fslands. Allar tölur um nýgengi og dánartíðni voru reiknaðar fyrir einstök ár. Til þess að gera sér grein fyrir helstu breyt- ingum á nýgengi og dánartíðni á tímabilinu 1955-89 hefur svokölluð aðhvarfslína verið felld að tölum einstakra ára í hverju atriði fyrir sig.1 Nýgengi leghálskrabbameins hefur sveiflast mikið á þessu tíma- bili (sjá mynd). Fyrst voru sveifl- urnar óreglulegar en eftir að skipu- leg krabbameinsleit hófst, árið 1964, jókst nýgengið mikið. Sú aukning stafar að mestu leyti af því að þá fundust einkennalaus krabbamein fyrr en annars hefði orðið. Mikið dró úr nýgengi frá því nokkru fyrir árið 1970 og fram und- ir 1980. Þetta má vafalaust þakka leitarstarfinu. Við leit fundust forstigsbreytingar sem voru fjar- lægðar áður en þær gátu orðið að illkynja æxlum. Nýgengið jókst síðan nokkuð aftur skömmu fyrir 1980. Þá aukningu má að mestu leyti rekja til kvenna er höfðu mætt óreglulega eða aldrei til leitar. Vegna bætts skipulags leitarstarfs- ins jókst regluleg mæting til leitar verulega upp úr 1980 og leiddi það m.a. til aukningar á fjölda ný- greindra leghálskrabbameina, aðal- lega þó á fyrsta stigi þar sem bata- horfur eru góðar. Þessi aukning náði hámarki árið 1986 og eftir það hefur nýgengi aftur minnkað mjög mikið og hlutfallslega fleiri konur hafa fundist með sjúkdóminn á forstigi (áður en hann hefur þróast í krabbamein). í spá um nýgengi leghálskrabba- meins er gert ráð fyrir að nýgengið hafi náð hámarki en fyrir tilviljun hafi niðursveiflan síðustu árin orð- ið nokkru meiri en von var á (talið er að niðursveiflan hefði að meðal- tali átt að fylgja stjörnulínunni á myndinni). Samkvæmt því ætti nýgengið að geta minnkað á næsta Nýgengi (efri lína) og dánartíðni leghálskrabbameins frá 1955 til 1989 og spá um nýgengi til alda- móta. Tíðni af 100.000 og fimmtu gráðu aðhvarfslínur. 32 heilbrigðismAl 2/1991

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.