Heilbrigðismál - 01.06.1991, Blaðsíða 20

Heilbrigðismál - 01.06.1991, Blaðsíða 20
C-vítamín á hugsanlega þátt í að vernda gegn myndun ákveðinna krabbameina sem við þekkjum enn aðeins að litlum hluta. C-vítamín virðist þó geta varnað eða dregið úr vissum stökkbreyt- ingum og það er einnig talið draga verulega úr myndun skaðlegra nít- rósamína í líkamanum. Nítrósamín myndast meðal annars í maganum ef mikils er neytt af nítríti eða saltpétri, en nítrósamín eru talin mikilvæg sem þáttur í myndun magakrabbameins. Gert var átak í að draga úr þessum efnum í mat- vælum eftir að tengsl milli mikillar saltpétursnotkunar í mat og mynd- unar nítrósamína í maga þóttu sönnuð. Jafnframt hefur athygli manna beinst að efnum sem geta dregið úr myndun nítrósamína í líkamanum og er C-vítamín þar fremst í flokki. Þeir sem standa framarlega í rannsóknum á nít- C-fjörvi og þýðing þess Allt frá því að mennirnir yfir- gáfu aldingarðinn Eden hefur eðlisávísunin blásið þeim því í brjóst að grænka gróðursins væri góð heilsu þeirra og líðan. í þúsundir ára hlustuðu kynslóð- irnar á þessa innri rödd og með hyggjuviti sínu, reynslu og eftir- tekt lærðu þær smátt og smátt að færa sér í nyt gæði jarðargróð- ursins ásamt nytjum af alls kon- ar dýrum. Hið dýrmætasta í gömlum seyðum og grasavötnum hefur tvímælalaust verið C-fjörvið. Szént Györgi fann það fyrstur manna árið 1932 og gat framleitt það hreint og ómengað. Nátt- úran hefur gert ráð fyrir að ascorbínsýran stæði manninum rósamínmyndun telja æskilega C- vítamín skammta vera að minnsta kosti tífalt hærri en núverandi ráð- lagða dagskammta, ef nýta á til fullnustu verndandi áhrif víta- mínsins gegn myndun nítrósa- mína. Járn nýtist betur Fjölmargar athuganir hafa verið gerðar á áhrifum C-vítamíns á járn- búskap. Frásog járns frá görnum eykst verulega ef nægilegt C-víta- mín er í fæðunni auk þess sem vítamínið tekur þátt í eðlilegum efnaskiptum járns í líkamanum. Þeir sem gert hafa rannsóknir á því magni C-vítamíns sem nauðsyn- legt er til að hámarks frásog náist telja að í hverri máltfð þurfi að vera um 50 mg af C-vítamíni. Þar sem járnskortur er útbreiddur er hugs- anlegt að nýta megi betur það járn sem er í matnum ef þess er gætt að hafa samtímis góðan C-vítamín- gjafa í máltíðinni. Ofnæmissjúkdómar C-vítamín safnast fyrir í miklu magni í nokkrum liffærum í líkam- anum. Þar á meðal eru heilading- alltaf og alls staðar til boða; þess vegna hefur hún svipt hann hæfileika til þess að framleiða hana í sjálfum sér. Nægilegt C-fjörvi eykur starfs- þróttinn og starfsviljann, auð- veldar ýmsar mikilvægar efna- byltingar og hraðar þeim. Það getur valdið úrslitum um varnir líkamans gegn ýmsum aðsteðj- andi hættum. Siglingamenn sem ferðuðust til Ameríku fyrr á tímum fengu í þessum ferðum reynslu fyrir hinu nána sambandi milli matar- æðis og skyrbjúgs. Sú reynsla hafði í för með sér mjög mikla rénun á sjúkdómnum í Evrópu, með því að þeir innleiddu kart- öfluræktina í álfunni. Seinna eru menn komnir að þeirri niður- stöðu að sérstakar fæðutegundir hafa einhverja eiginleika sem verji menn fyrir skyrbjúg og loks að þeir eiginleikar séu í Rannsóknir sýna að stórir skammtar af C- vítamíni eru skaðlausir heilbrigðu fólki ull, nýrnahettur, augnlinsur og hvít blóðkorn. Er það talið merki um að C-vítamín gegni sérstaklega mikilvægu hlutverki í þessum líf- færum. C-vítamín hefur til dæmis áhrif á nokkur ensím, sem koma við sögu í bólgusvörun líkamans og hafa há- ir C-vítamínsskammtar reynst hjálplegir við að draga úr almenn- um sýkingum í sumum sjúkling- um með veiklaða mótefnasvörun. C-vítamín virðist líka gegna hlutverki í temprun á bólgusvörun í líkamanum og hefur reynst hjálp- legt í sumum tilvikum af ofnæmis- viðbrögðum. Gerðar hafa verið at- huganir á astmasjúklingum sem sýndu að 500-1000 mg af C-víta- míni á dag drógu úr fjölda og þunga astmakasta og bættu loft- skiptagetu lungnanna. C-vítamín sambandi við eitthvert ákveðið efni. Enskur læknir og vísinda- maður að nafni Budd hélt þess- ari kenningu eindregið fram árið 1841 og spáði þá að þetta efni hlyti að finnast. Við eigum að læra að búa þannig í haginn fyrir okkur að við getum neytt góðrar, vel blandaðrar fæðu sem bæti okkur allan skort. Það er hin eina eðli- lega lausn þessara mála og til þess hefur náttúran ætlast af okkur. Við þurfum að keppa að því að auka svo garðyrkjuna að allir geti fengið nóg grænmeti og garðávexti árið um kring. Þótt mörgu sé enn mjög ábótavant um mataræði okkar - undirstöðuna að lífi okkar og þroska - sést þess þó ótvírætt vottur að þjóðin er á öruggri leið til aukins þroska, framtaks og glæsimennsku. Ur kafla eftir Bjarna Bjarnason lækni í Læknabókinni, 1949. 20 HEILBRIGÐISMÁL 2/1991

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.