Heilbrigðismál - 01.03.1995, Qupperneq 10

Heilbrigðismál - 01.03.1995, Qupperneq 10
SSJ Ijósmyndu Hollusta grænmetis og ávaxta Grein eftir Laufeyju Steingrímsdóttur Það er hollt að borða vel af græn- meti! Þótt ótrúlegt sé er staðfesting þessara gömlu sanninda meðal þess áhugaverðasta sem fram hefur komið á sviði manneldismála síð- ustu ár. Hollustueiginleikar fæðu úr jurtaríkinu eru að þessu sinni ekki aðeins raktir til vítamína og trefja í grænmeti, þótt þessi gamal- kunnu efni standi svo sannarlega enn fyrir sínu, heldur virðist fjöldi annarra efnasambanda einnig koma þar við sögu. Lifandi fæða, hvort heldur er úr jurta- eða dýraríkinu, er samsafn þúsunda efna og efnasambanda sem mörg hver hafa áhrif á starf- semi fruma, ýmist til góðs eða ills. Til skamms tíma einbeittu vísinda- menn sér öðru fremur að því að leita uppi efni í fæðunni sem ef til vill gætu skaðað líkamann. Afleið- ingarnar létu ekki á sér standa: Nánast hver einasta fæðutegund virtist innihalda óæskileg efni sem gætu skaðað heilsu ef þeirra væri neytt í of miklu magni. A seinni ár- um hefur hins vegar áhugi vísinda- manna ekki síður beinst að jákvæð- um eiginleikum fæðunnar - efna- samböndum sem hafa bætandi áhrif á frumur eða efnaskipti lík- amans. Ahuginn hefur ekki síst vaknað vegna fjölda faraldsfræði- legra rannsókna sem benda ein- dregið til þess að þeir sem borði mikið af grænmeti og ávöxtum fái síður ýmsa alvarlega sjúkdóma eins og hjartasjúkdóma og ýmis krabbamein. Rannsóknir á mögu- legum orsökum þessa sambands hafa meðal annars vakið athygli á fjölda merkilegra efna í grænmeti og ávöxtum sem ef til vill skipta sköpum um hollustu daglegrar fæðu. Sem dæmi má nefna sapónín í lauk sem hafa bólgueyðandi áhrif, indól í káli sem örva eyðingu eitur- efna í líkamanum og andoxunar- efnin flavín og skyld efni sem með- al annars er að finna í lauk, hvít- lauk, káltegundum, eplum og jafnvel tei. Flavín rétt eins og önnur andox- unarefni búa yfir þeim eiginleika að hindra myndun skaðlegra sind- urefna í frumum líkamans. Sindur- efni eru talin tengjast framgangi ýmissa annars óskyldra sjúkdóma og hrörnunar, allt frá æðakölkun og krabbameini í þekjuvefjum, svo sem lungna- og magakrabbameini, til augnsjúkdómsins vagls (ský á auga, katarakt). Hvort flavín skipta sköpum fyrir heilsu er engan veg- inn sannað en vönduð hollensk rannsókn hefur þó rennt nokkrum stoðum undir þá tilgátu. Rann- sóknin, sem náði til fjölda einstakl- inga sem fylgt var í fimm ár, sýnir að þeir sem fá mikið af flavínum úr fæðunni fá mun síður hjartasjúk- dóma en aðrir, burt séð frá öðrum þekktum áhættuþáttum. Flavín eru þó síður en svo einu andoxunarefn- in í fæðunni. Þrjú vítamín eru meira að segja mun öflugri í þessu sambandi, en það eru E- og C-víta- mín og beta-karóten. Öll þessi efni er nánast eingöngu að finna í fæðu úr jurtaríkinu og svo virðist sem rífleg neysla þessara vítamína minnki áhættu á hjartasjúkdómum, krabbameinum og augnsjúkdóm- um. Frægar eru til dæmis rannsókn- ir dr. Walter Willetts við Harvard- háskóla á 87 þúsund hjúkrunarkon- um og álíka fjölda karla úr heil- brigðisstéttum. Þar kom í ljós að rífleg neysla á C- og E-vítamíni minnkar líkur á hjartasjúkdómum verulega. Niðurstöður Willetts og fleiri hafa heldur betur haft áhrif á sölu vítamína því andoxunar- vítamín rjúka út eins og heitar lummur í Bandaríkjunum og víðar. Sjálfir eru vísindamenn þó yfir- leitt varkárir í yfirlýsingum um áhrif vítamína og annarra andox- 10 HEILBRIGÐISMÁL 1/1995

x

Heilbrigðismál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.