Heilbrigðismál - 01.03.1995, Side 28

Heilbrigðismál - 01.03.1995, Side 28
gæsla á móður og barni í fæðingu aukist og orðið nánast að gjör- gæslu. Þetta má einkum þakka fósturhjartsláttarritum (FHR), sem gefa vísbendingu um líðan barns í fæðingu, og sýrustigsmælingu (pH) í blóði úr hársverði barnsins. Þá hefur fjöldi keisaraskurða, sem gerðir eru til öryggis fyrir barnið, aukist víðast hvar á Vesturlöndum, miðað við það sem áður var. Það kom á óvart og olli miklum vonbrigðum um miðjan síðasta ára- tug, þegar í ljós kom að tíðni heila- sköddunar i fæðingu hafði alls ekki lækkað. Þessi staðreynd vakti ýms- ar spurningar og ýtti undir frekari rannsóknir. Fyrst má spyrja hvað vitað sé um þroskaferil heilans í meðgöngu? Sannast sagna er það harla lítið, einkum með tilliti til þess að þessi ferill er afar flókinn. Þó er ljóst að heilinn er að þróast alla meðgöng- una og það greinir hann með viss- um hætti frá öðrum líffærum, sem flest eru fullmótuð í lok þriðja mán- aðar. En þótt lítið sé vitað um þró- un heilans og truflanir á henni, hafa á síðari árum verið gerðar at- hyglisverðar uppgötvanir á þessu sviði og lofa þær góðu um fram- haldið. Önnur spurning er hvað valdi heilasköddun í fæðingu? Því var svarað að nokkru leyti í umfangs- mikilli rannsókn, sem gerð var í Bandaríkjunum og lauk upp úr miðjum síðasta áratug.1'2 Rann- sóknin tók til um 54 þúsund fæð- inga og þar af 189 tilfella af heila- sköddun. Segja má að niður- stöðurnar hafi valdið straumhvörf- um, enda er mikið til þeirra vitnað. Það kom í ljós að einungis 20% þessara sködduðu barna höfðu eitt eða fleiri einkenna um súrefnis- skort í fæðingu og aðeins tæplega helmingur þeirra eða 17 börn (9%) höfðu ekkert annað sem skýrt gæti sköddunina, svo sem erfðir, mis- smíð á heila eða almennan van- þroska. Megin niðurstaðan var að súrefnisskortur í fæðingu er miklu sjaldnar valdur að heilasköddun en áður var talið. Önnur athyglisverð niðurstaða var sú, að í meiri hluta tilfella er alls óvíst hvað valdið hef- ur tjóninu. Þessi niðurstaða hefur síðan verið staðfest í megin atrið- um í fleiri könnunum, bæði austan hafs og vestan.3 í þessu sambandi má benda á að fóstur í meðgöngu býr í vissum skilningi við súrefnisskort, sé mið- að við það sem verður síðar. Heil- brigt fóstur hefur viss ráð til að búa við þessa vöntun á súrefni og full- þroska þolir það geysimikið álag í fæðingu. Á hinn bóginn virðast sum börn ekki þola miðlungs álag. Þau eru veikburða, jafnvel sködduð fyrir fæðinguna og þau sýna gjarn- an breytingar á fósturhjartsláttar- riti, án þess að súrefnisvöntun sé komin að hættumörkum. Þá er von að spurt sé hvers vegna nútíma fæðingarhjálp skili svo rýrum árangri í því tilliti sem hér um ræðir? í þessu sambandi vil ég benda á þrennt. Fyrst er það að ekki má gera of lítið úr þeim ár- angri sem náðst hefur almennt, en engu að síður er það staðreynd að sum börn sem áður hefðu dáið lifa nú við örkuml. í öðru lagi gera læknar enn mistök sem vonandi tekst að koma í veg fyrir í framtíð- inni. í þriðja lagi vil ég nefna þá annmarka, sem eru á þeim aðferð- um og þeirri tækni, sem notuð er við að vaka yfir barni í fæðingu. Áður var minnst á fósturhjartslátt- arritin og misvísandi breytingar á þeim. Því má bæta við að í allt að helmingi eðlilegra fæðinga koma fram tímabundin afbrigði í ritun- um. Þá er að jafnaði ekki talið rétt að grípa inn í fæðinguna, en á hinn bóginn getur töf orðið lækni til áfellis, ef barnið reynist vera skadd- að. Varðandi sýrustigsmælingarnar má einnig benda á vissa annmarka. Það ætti því að vera forgangsverk- efni í háskólatengdum fæðingar- stofnunum að vinna að endurbót- um á aðferðum og tækni við að vaka yfir fæðingum og hugsanlega einnig á eftirliti á meðgöngu. Að endingu má spyrja hvaða Iög- fræðileg áhrif hin breyttu viðhorf hafi? Ljóst má vera að í mörgum tilvikum getur ríkt óvissa um or- sakir heilasköddunar í fæðingu og þá er erfitt um vik um sannanir bæði fyrir tjónþola og lækninn. I slíkum tilvikum er ósanngjarnt að spyrða saman bótakröfu tjónþola og spurninguna um mistök læknis og að gera lækninn síðan ábyrgan fyrir tjóninu. Tilvitnanir: 1. K. B. Nelson, J. H. Ellenberg: Antecedents of cerebral palsy 1. Univariate analysis of risk. Am J Dis Child 1985; 139: 1031-1038. 2. K. B. Nelson, J. H. Ellenberg: Antecedents of cerebral palsy: Multivariate analysis of risk. New England Journal of Medicine 1986; 315: 81-86. 3. Asfyktiska hjámskador hos nyfödda. Rit- stjórar: Y. Larsson, O. Finnström. Socialstyrels- en. Stokkholm 1992. Jón Hilmar Alfreðsson læknir er sér- fræðingur í kvensjúkdómum og fæð- ingarhjálp. Hann er yfirlæknir á Kvennadeild Landspítalans. Björt* c iramtið! Landsvirkjun 28 HEILBRIGÐISMÁL 1/1995

x

Heilbrigðismál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.