Samtíðin - 01.12.1934, Page 5
SAUTÍÐXN
því, að eitthvað kæmi' inn fyrir
bækurnar — að bækurnar seld-
úst. Ef það er ekki, verður út- .i
* gáfudeildin ekkert annað en ó-
magi á hinu opinbera, sem að
vísu safnar óseldum bókum í
hlöður, en nær ekki þeim aðaltil-
gangi að láta lesa bækumar.
Kemur þar tvent til greina, fyrst 1
að velja þær svo, að þær annars-
vegar fullnægi kröfunum um
innra gildi óg nytsemi, og hins-
vegar að þær séu eitthvað það,
sem almenningur vill lesa og síð-
an að verðleggja þær svo, að al-
menningi sé kleift að kaupa þær.
Hið síðara hefir vel tekist, en
það skal játað, að hið fyrra var í
sjálfu sér ekki neitt létt verk,
því að smekkur almennings er að
ýmsu leyti miður góður. En með
því að láta kjósa sig til forstöðu
þessa fyrirtækis, hafa þeir, sem
það gerðu, tekist á herðar að rata
þennan meðalveg, og þeir bera
því siðferðilega ábyrgð á vali rit-
anna, og jafnframt lagalega á-
byrgð á því samkv. 5. gr., sem
auðvitað er einskis virði. Það
hlýtur forstöðumönnunum að
vera ljóst, eins og öllum öðrum,
að það er ekki útgáfustarfsemi.
að eiga óseld upplög, því útgáfa
er það að koma bókum á fram-
* færi við almenning. Það er hér
ekki verið að liggja þeim mönn-
'im á hálsi, sem þessu veittu for-
stöðu, þeir hafa vafalaust gert
hað, sem þeir vissu réttast og
best, en mistekist hefir, — það
er jafnvíst og rétt.
Hingað til hefir menningar-
sjóður gefið út 16 rit. Af þessum
ritum eru 12, sem rétt virðist
hafa verið að gefa út í sjálfu sér.
Eru það ritin: „Vestan um haf“,
„Á íslandsmiðum" eftir Pierre
Loti, „Þýdd ljóð“ eftir Magnús
Ásgeirsson, 2 hefti, „Þú vinviður
hreini“ og „Fuglinn í fjörunni"
eftir Halldór Kiljan Laxness,
„Úrvalsgreinar“ er Guðmundur
Finnbogason þýddi, „Aldahvörf í
dýraríkinu“ eftir Árna Friðriks-
son, „Land og lýður“ eftir Jón
Sigurðsson, „Hákarlalegmr og há-
karlamenn“ eftir Theódór Frið-
riksson, ,,íslendingar“ eftir Guð-
und Finnbogason, „Lagasafnið"
og „Bréf Jóns Sigurðssonar". Nú
kunna menn að segja, að þetta sé
í raun réttri glæsileg útkoma, að
ekki hafi verið gefin út nema 4
rit, sem talið verði, að ekki hefðu
átt að birtast. En vel að gáð er
útkoman ekki svona glæsileg. Af
þessum ritum eru tvö, sem aðrir
en menningarsjóður hefðu tví-
mælalaust átt að gefa út. Er þar
fyrst að nefna „Lagasafnið", sém
er ágætt rit á sína vísu, en sem
hvorki verður talið „alþýðlegt
fræðirit" né heldur „úrvals skáld-
rit“. Þegar af þeirri ástæðu átti
menningarsjóður ekki að gefa
þetta rit út, en jafnframt héldur
ekki vegna þess, að þessi útgáfa
var ótvírætt einhliða í þágu rík-
3