Samtíðin - 01.12.1934, Síða 15

Samtíðin - 01.12.1934, Síða 15
Drengurinn vann svo það sem til félst — einkum var það eyrarvinna og önnur slík störf — og fékk móð- ur sinni kaupið, nema það, sem hann þurfti til brýnustu nauð- synja. Hann var ómannblendinn og eignaðist enga vini. Þegar hann var sautján ára, var hann orðinn karlmenni að burðum, og enginn þorði framar að áreita hann. Jafn. vel frökkustu strákarnir áræddu ekki að hrópa á eftir honum — það var ekki hættulaust, og nú var ekki lengur hægt að klaga fyrir skóla- stjóranum. Um þær mundir er hann varð sautján ára, kom fyrir alvarlegur atburður. Það var brotist inn á skrifstofu kaupmannsins á náttar- þeli, og stolið þaðan mörg hundruð krónum. Þó að það færi ekki hátt í fyrstu, þóttust allir vita, hver valdur væri að þjófnaðinum. Slíkt og þvíiíkt hafði ekki í manna minnum komið fyrir í þorpinu, og hver gat verið svo forhertur, að fremja annað eins ódæði? Enginn, nema strák- urinn frá Sveltu. Þegar nokkrir karlaræflar neðan frá höfninni, og einir tveir, þrír náungar, sem allir vissu, að höfðu smásyndir á sam- viskunni, voru kallaðir fyrir rétt, fóru menn að stynga saman nefj- um, og smám saman urðu raddirn- ar enn háværari: Hvers vegna er þjófurinn frá Sveltu ekki tekinn fyrir? Að síðustu sögðu menn við lög- regluna: Þið dragið heiðarlega menn fyrir lög og dóm, en látið þjófinn ganga lausan, svo að eng- inn getur framar verið óhultur! Loks voru tveir lögregluþjónar sendir einn morguninn með hand- járn og kylfur til þess að taka strákinn frá Sveltu fastan. Guðríður gamla var ein heima og hallaðist fram á eldhúsbekkinn, grátbólgin í framan. Drengurinn hafði horfið að heiman um nóttina, enginn vissi, hvert hann hafði far- ið. — Þeir fóru með gömlu konuna á lögreglustöðina, en hún grét án afláts og gat engar upplýsingar gefið. Drengurinn hafði verið far- inn, þegar hún kom heim úr vinn- unni klukkan hálftvö um nóttina. Hún hafði verið að gera hreint hjá Ólsen útgerðarmanni, og var ekki búin fyr en þetta. Hann hafði ekki skilið eftir svo mikið sem kveðju. Frásögn gömlu konunnar var að vísu ekki alveg rétt. Strákurinn frá Sveltu hafði faðmað móður sína grátandi áður en hann fór, og lof- að að senda henni peninga. Og strax og hann gæti, ætlaði hann að koma og fara með hana burt frá þessum stað, þar sem þeim hafði liðið svo illa. Svo fór hann — með skyrtur og ofurlítið nesti í böggli, laumaðist um borð í skip, sem átti að sigla til útlanda morguninn eft- ir, og faldi sig í lestinni. Engum datt í hug að leita hans, fyr en það var um seinan. Nokkrum dögum seinna komu lögregluþjónar frá höfuðstaðnum til þorpsins. Þeir tóku upp rann- 13

x

Samtíðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.