Samtíðin - 01.12.1934, Blaðsíða 16

Samtíðin - 01.12.1934, Blaðsíða 16
SAMTÍÐIN sókn í málinu, yfirheyrðu fjölda manns og tóku að síðustu bókhald- ara kaupmannsins fastan. Daginn eftir stóð í blaðinu, að hann hefði meðgengið stuldinn og skilað pen- ingunum aftur. En þá var strák- urinn frá Sveltu orðinn kyndari á ókunnu skipi og var á leið til framandi landa. Hann skildi ekk- ert af því, sem skipsmennirnir sögðu, og þeim var lítið um hann gefið. Hann átti ekki sjö dagana sæla á skipinu, en Sveltu-strákur- inn var vanur harðrétti, og hér var hann að minsta kosti ekki þjóf- kendur — sá orðrómur varð eftir í þorpinu. Og hann var þar viðloðandi löngu eftir að Sveltu-strákurinn var farinn. Þó að hann hefði ekki framið þetta innbrot, var hann litlu bættari fyrir það, sögðu menn. Og þegar þeir hugsuðu sig um, mundu þeir eftir hinu og öðru, sem hafði horfið: Þvottur hafði verið tekinn af snúrunum og eldsneyti úr skúr- unum. Þá rámaði einnig í, að hafa séð Sveltu-strákinn laumast í kringum hús á náttarþeli. Já, orð- rómurinn lifði góðu lífi í þorpinu og hélst þar við árum saman. Guðríði gömlu í Sveltu var far- ið að veitast örðugt að hafa ofan af fyrir sér. Hún var orðin gömul og slitin, og gat nú ekki lengur haldið í við þær yngri, þegar um hreingerningar og stórþvott var að ræða. Hún hafði ekki átt marga vini um dagana, og þeim fækkaði eftir því, sem árin liðu. Fólk var Í4 ■ ••-■•• stundum að ympra á því, hvort hún frétti aldrei neitt af syni sínum. Það var víst ekki af umhyggju fyr- ir gömlu konunni, enda varð það einskis vísara. En oftar en einu sinni kvisaðist um peningabréf, sem komið hafði í Sveltu. Ekki há- ar upphæðir, kanske einar fimtíu krónur í einu. Það leit því ekki út fyrir, að strákurinn væri orðinn neinn burgeis og ekki einu sinni víst, hvernig hann hefði komist yf- ir þessa peninga. — En við Guðríði sögðu menn, að fyrst hún væri far- in að fá peningasendingar frá syni sínum, þá þyrfti hún ekki að leggja eins hart að sér og hún hefði gert, það væru ýmsir aðrir, sem meiri gustuk væri að hjálpa um vinnu. Þrem árum eftir hvarf drengs- ins, veiktist Guðríður gamla. Hún hafði fengið lungnabólgu og upp úr því brjósthimnubólgu, svo að enginn hugði henni líf. Spítala- læknirinn sagði einu sinni við vin sinn, ritstjóra bæjarblaðsins, að hún mundi ekki lifa af nóttina. Og ritstjórinn, sem var vænsti maður, skrifaði falleg eftirmæli um Guð- ríði gömlu í Sveltu. Þau komu í blaðinu daginn eftir. En læknirinn hafði misreiknað sig. Guðríður gamla var að vísu fárveik um nóttina, en daginn eft- ir fór henni að létta. Upp frá því fór henni dagbatnandi, og þegar hún yfirgaf spítalann, var hún eins og ný manneskja. Aldrei á æfi sinni hafði hún átt eins náðuga daga og þessa tvo mánuði, sem hún

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.