Samtíðin - 01.12.1934, Blaðsíða 20

Samtíðin - 01.12.1934, Blaðsíða 20
S AMTÍÐIN En þú verður að gá að því, að hér er öðru máli að gegna. — Meistarapróf í íslenskum fræð- um á að vera sannur vitnisburð- ur þess, að maður sé vel að sér í þeirri fræðigrein, sem er öllum fræðigreinum æðri og gagnlegri með þessari þjóð. Gáðu að því. Það er þessi göfuga og þjóðlega fræðigrein, sem hefir gert garð- inn okkar frægan. Það er hún, sem hefir borið nafn þjóðarinn- ar til fjarlægustu landa. — Já, þú heldur kannske að þetta sé orðum aukið. En hvað sagði ekki Þorsteinn Gíslason? Hann talaði við japanskan mann, sem var hér á ferðinni í fyrra, og þessi japanski maður vissi, að ísland var til, áður en hann fór að heiman. Og þú veist, að Japan er ekki alveg við túnjaðarinn okkar. Já, en Markús minn góður, gat hann ekki hafa fengið vitn- eskju um ísland úr kenslubók i landafræði, sá guli maður? Ég veit ekkert um það — skal ekkert um það segja. En hitt veit ég, að það sem ritað hefir verið um þjóðleg íslensk fræði, hefir orðið þess valdandi, að jafn vel meðal stórþjóðanna eru til menn — meira að segja dokt- orar og prófessorar — sem hafa haldið því fram á prenti, að vel gæti komið til mála að telja Is- lending meðal menningarþjóða. Og hvers vegna? Auðvitað vegna 18 þes að þeir hafa fengið að vita að íslendingar geta rakið ættir sínar til konunga. Og meira en það. Þær má rekja flestar, ef ekki allar, til Adams. Heldurðu kannske að það hafi ekkert að segja í menningarlöndunum? — Aðrar þjóðir geta deilt um það, hvort þær séu komnar af öpum eða ekki. Við getum setið rólegir hjá í þeirri deilu. Við — einir þjóða — getum sannað, að við erum í beinan karllegg komnir af Adam, sem guð skapaði, en engum öpum. — Eða þá tungan, Geggi, — tungan! Hvaða þjóð í heiminum önnur en íslendingar á þúsund ára gamlar bókmentir skráðar á tungu, sem hvert | mannsbam skilur til hlítar enn þann dag í dag? Ætli það sé ekkert í sölurnar leggjandi til þess að læra þessa tungu? Getum við verið svo hirðulausir um þennan dýrmæta arf, og sóma okkar sjálfra, að við sjáum eftir því að nokkrir tugir manna verji fáeinum árum af æfi sinni, segj- um 10—20 — til þess að læra þessa göfugu tungu. Og getur þjóðin verið þekt fyrir að telja eftir nokkra tugi þúsunda króna á ári, sem í það er eytt? Nei, góði kunningi. Það er ekki neinum manni sæmandi að heita meistari í íslenskum fræð- um, nema hann leggi eitthvað í sölurnar fyrir þá nafnbót, — nema hann geri sig í raun og

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.