Samtíðin - 01.12.1934, Blaðsíða 28

Samtíðin - 01.12.1934, Blaðsíða 28
SASatÍÐIN ritað í Taormina, Leipzig, París, Grindavík, Reykjavík, Los An- geles, Laugarvatni, Barcelona, Kaupmannahöfn og svo framveg- is. Laxness er allra íslenskra höf- unda. ríkastur af hinum fjarstæð- ustu og öfgafylstu andstæðum. Áður komu andstæðurnar fram eins og tvístruð og óviðráðanleg auðlegð þess manns, sem ekkert ræður við sinn eigin auð. Mynd- irnar, sem hann dró upp voru sundurleitar, ósamræmar en svip- ríkar, geð'olær sjálfs hans, sern þær lék, vindur úr öllum áttum. Nú eru þær orðnar fastari í stíl, einfaldar í allri sinni margfeldni, margfaldar í allri sinni einfeldni. Laxness á einhverskonar töfra- spegil, sem gerir eina mynd úr mörgum og margar myndir úr einni, og með því verða þær að lifandi kvikindum, manngörmum eða hundtíkum. Geðblær sjálfs hans hefir með hverri nýrri sögu meir og meir orðið geðfasti, sem varpar furðulegri birtu yfir þessar myndir og gefur þeim jafnvel nokkurn, undarlegan hita, sem minnir á hita hins lifandi blóðs, en er þó í raun og veru alt annar hiti. Stíll Laxness um málfar átti frá upphafi til bæði hyl og streng, en var oftast lík- astur því, er grunt leirugt vatn fellur yfir urð, en fellur bratt, og var gaman að. Nú hefir hann nálgast jafnvægi og aukist að dýpt og styrk, og drukkið í sig margskonar auðlegð bæði úr hörmungum íslenskrar þjóðar og sigrum hennar og er þó með framandi blæ hins nýkomna. Þannig er hann orðinn að afar á- fengum og sterkum seið. Svo ramman galdur í máli á enginu Islendingur annar en Laxness, og hann beitir líka þeim galdri með mestu ófyrirleitni og ráðnum vilja, að villa mönnum sýn og trylla þá. Því að það er ekki líknargaldur, sem Laxness vill gala, heldur rammigaldur þess, sem er sjálfstæður, sjálfum sér nógur, tröllaukinn, stór. Ekki er undarlegt, þó að kunn- átta Laxness hafi dugað honum. Sögur hans úr flæðarmálinu (Salka Valka) hefir rutt honum veg til erlendra þjóða. Frá því hefir verið sagt í íslensku út- varpi, að tvöföld postulatala danskra ritdómara hafi lokið á þær sögur miklu lofsorði. Þegar það varð hljóðbært, tóku nokkrir .stórriddarar á borð við Helga Hjörvar sig saman um að ryðja honum veg inn í borg hins pen- ingalega áhyggjuleysis. Og þeir kerúbar voru í borgarhliðinu, sem sýndist að hér kæmi maður, sem gott væri að hafa í borginni, og hann hlyti að vera stór, því að hann fyrirleit menn. Þeim fórst álíka og kvenfélaginu, sem gaf Bjarti í Sumarhúsum kú. — Takk. „Það er einkenni allra 26

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.