Samtíðin - 01.12.1934, Blaðsíða 30

Samtíðin - 01.12.1934, Blaðsíða 30
8 AXff TÍBIN .......... - ---- kliðs.*) En fólkið sýnist alt vesalt, því að Laxness sér það eins og kríurnar: „í þeirra augum er líf- ið maðkur“ (bls. 59). Og það er ekki maðkur, sem „iðar við gi'át- andi stein“, þangað til hann verður fluga eða fiðrildi, heldur andstyggileg veita, sem verður enn andstyggilegri hræ-mold. Konan, hvort sem hún kallast Rósa eða Finna, „fæðir barn sitt hundi og deyr“ (bls. 215). En „góðbændumir koma drukknir úr neðra um miðjar nætur, vekja Bjart upp og konu hans, tala mik- ið og hátt um skáldskap og kvennafar, kveða hringhendar níðvísur við raust, syngja ætt- jarðarsöngva, klámvísur og skop- lega sálma og halda uppi glað- værð alla nóttina, uns þeir kasta upp á gólfið og sofna í rúmi hjónanna“ (bls. 126). Börnin sér Laxness mildara auga. Þar sér hann mjúkan leir til að hnoða, efni „gott til síns brúks“. Ilann gerir gælur við þau og klappar þeim, því að hann ætlar að góma þau betur í næstu sögu. Ein mannlýsing er þó harla inerkileg í sögunni, lýsing höfuð- persónunnar, sem „hetjusagan“ er um. Eins og guð almáttugur skapaði manninn, hefir Halldór *) pó er hér að öllu undanskilinn þátturinn um reið Bjarts í Sumar- húsum á hrein-„tarfinum", því að hann er á allan hátt klaufalegur hor- tittur — og ekkert annað. 28 Kiljan Laxness skapað Bjart í Sumarhúsum í sinni mynd. Bjart- ur hefir sömu einsýnu, ófyrir- leitnu þrjóskuna til að vera sjálf- stæður, sjálfum sér nógur sem bóndi, sem Laxness sjálfur til að vera sjálfstæður sem skáld. „Ja, fyrir okkur, einyrkjana, er nú skepnufóðrið höfuðatriðið. Það gerir minna til með mannfólkið að sumrinu, ef kindumar hafa nóg að vetrinum“, segir Bjartur, eins og Laxness mundi segja: „ja, fyrir okkur skáldin er nú kunnstin höfuðatríðið, það gerir minna f'l með mannfólkið, ef sögumarhafa nóg af fínheitunum“. Sjálfstæðis- þrá og sjálfstæðisbarátta Bjarts er brýnd af óvild og hatursbland- inni fyrirlitningu á hreppstjóra- tolkinu á Útirauðsmýri, af því að hann hefir árum saman þrælað fyrir það fyrir lítið kaup og hrepp- stjórasonurinn hefir afmeyjað og barnað konu hans — alveg á sama hátt og sjálfstæðisþrá og sjálf- stæðisbarátta Laxness sjálfs er brýnd af óvild og fyrirlitningu á íslenskri alþýðu, af því að honum finst hún ekki hafa metið hann að verðleikum; og svo finst honum hún vera búin að yrkja það alt, sem hann vildi helzt yrkja og hann geti aldrei losað sig undan því valdi, sem hún hefir yfir honuin, kurmáttu sína hafi hann fengið frá henni (eins og Bjartur jörð- ina hjá hreppstjóranum), og þrátt fyrir allar sínar kunnstir geti hann aldrei orðið annað en ranghverfa

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.