Samtíðin - 01.12.1934, Qupperneq 35

Samtíðin - 01.12.1934, Qupperneq 35
SAMTÍÐIN ÞRÁTT FYRIR KREPPUNA EFTIR SIGRID BOO Framh. Seinna skildi ég að þér fóruð manna vilt. Hefðuð þér bara ekki sagt, að þér ættuð að vera þess- um Bimi hjálplegar! Þá varð freistingin ómótstæðileg. — Þér kunnið vel að haga orð- um yðar, sagði ég, fastákveðin í, að láta ekki af vandlætingasvipn- um. — Þér eruð efalaust duglegur málafærslumaður. — Ja, ef þér bara gætuð komið öðrum í skilning um það! hróp- aði hann upp og varð svo mikið um, að hann varð að rísa á fætur og fá sér göngu. — En komi þeir ekki bráðlega auga á það, þá —. Jæja, svo maður víki aftur að Birni, þá varð ég þess fljótlega var, að ég hafði hætt mér út á hálan ís. Af vissum ástæðum fer mér ekki vel að leika auðkýfing. í hreinskilni sagt — þér hafið víst komist á þá skoðun, að Bjöm væri mesti nirfill? — 0, það er engin synd að vera ^ægjusamur, sagði ég með hægð. Hann leit undrandi á mig. — Þetta hljómar einkennilega í niunni ungrar stúlku. Þekkja þær virkilega orðið nægjusemi, tilheyr- *r það orðaforða þeirra? Ég sagði að hann hefði kynleg- AXCL 0UDMUNDB80N ISLEN8KAÐI ar hugmyndir um ungu stúlkurn- ar. Hann brosti. — Ég er hrædd- ur um, að þér séuð ekki enn búin að fyrirgefa mér. En satt að segja fór ég að finna til samviskubits strax um kvöldið. Samt frestaði ég játningunni til næsta dags og þér vitið hvernig þá fór. Og nú eruð þér eftir alt saman komin til mín. En vel heppnaðist grikk- urinn. Skemtum við okkur kann- ske ekki vel? Nú, þegar hann þóttist auðsjá- anlega sloppinn úr klípunni, gat ég ekki neitað mér um, að kvelja hann ofur lítið, og svaraði því þurlega: — Það er gott, að þér skemtuð yður. Hann varð alvarlegur, sneri sér undan og gekk út að glugganum. — Satt að segja getur staðið svo á, að maður grípi fegins hendi við öllu, sem stytt getur manni stund- ir, sagði hann án þess að snúa sér við. Þér vitið, að á þessum vand- ræða .... Ég tók fram í fyrir honum áð- ur en hann komst lengra, og minti hann á krossinn í almanakinu. Hann hló vandræðalega. — Björn hefir ekkert af kreppu- tímum að segja, en hjá Randers er ástandið öðruvísi. Það væri ann-

x

Samtíðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.