Samtíðin - 01.07.1937, Blaðsíða 7
SAMTiOIN
Júlí 1937 Nr. 34 4. árg., 6. hefti
FÁ orð í íslensku máli hafa upp á
síðkastið sætt jafnmikilli misbeit-
ing og orðið: t í m a ni ó t. Ef einhverj-
um manni dettur í hug að skrifa urn eitt-
hvað, sem hann telur sjálfur gott og gagn-
legt, mega lesendur hans búast við klausu,
sem er eitthvað á þessa leið: „Vér Is-
lendingar stöndum að þessu leyti á mcrki-
legum tímamótum" — eða: „Slíkt mun
valda miklum tímainótum hér á landi.“
Alt slíkt gaspur um tímamót í sambandi
við sjálfsagða hluti, sem oft eru ekki ann-
að en hlekkir í eðlilegri þróun, sem að
vísu er gleðileg, én ekki sérstaklega um-
talsverð, gerir það að verkum, að menn
liugsa sig orðið vel urn, áður en þeir
þora að nefna tímamót. Orðið er nefni-
lega búið að fá óorð á sig. Það er orðið
að falskri ávísun í meðferð þjóðarinnar.
En samt verðum vér að voga oss að
fullyrða, að Sundhöllin í Reykjavík muni
valda tímamótum í þrifnaði og líkams-
menning höfuðstaðarbúa og annara, sem
hennar hafa not. Með sundhöll þessari
færist svo gagngerð erlend þrifnaðar-
stefna inn í land vort, að slíkt mun valda
gerbreytingu í háttum og hugsunarhætti
manna. Áfanginn frá því að steypa sér
sveittum og skítugum í gruggið í sund-
laugúnum í Reykjavík til sápuþvottarins,
steypibaðanna og tæra vatnsins í Sund-
höllinni táknar tímamót. Og þegar Sund-
hallarmenningin verður búin að nó slík-
um tökum á þjóðinni, að menn telja dag-
legt bað jafnnauðsynlegt og mat, drykk
og svefn, og álíta óhugsandi að fara
óhreinir í vatnið, hefir þjóð vor hafist
a hærra menningarstig. Útlendingar hafa
ekki ófyrirsynju kveðið upp þann dóm,
að hér á landi ríki sóðaskapur í mörg-
um greinum. Þeir hata sífelda svitalykt
af fólki, sem aldrei vinnur líkamlegt crf-
iði, og skilja ekki, hvers fætur eiga að
gjalda, er þeir njóta ekki sömu umhirðu
og hendur og andlit, enda þótt þeir séu
að jafnaði huldir bæði sokkum og skórn.
Margmennið í Sundhöllinni, glæsileikur
hússins og prúðmenska starfsfólksins
mun á tiltölulega skömmum tíma eiga
sinn þátt í því, ásamt íþróttastarfsemi ís-
lendinga, að umskapa likamsmenningu
þjóðarinnar. Vonandi verður hitaveitan í
Reykjavík næsta sporið í herferð vorri
gegn óþrifnaðinum.
*
AF hverju stafar kvefið, sem flestir
munu telja eina af hvimleiðustu,
minni háttar plágum, sem hvítir menn
eiga við að stríða? í enska blaðinu, News
Chronicle, stóð nýlega þessi skýring á
uppruna kvefpestarinnar:
— Kvefið stafar ekki fremur af kulda
og raka heldur en malaría af óhollri upp-
gufun úr mýraflóum. Við fáum ekki kvef
úti á víðavangi, heldur í loftlausum her-
bergjum. Veturinn er blómatími kvefsins,
af því að þá þyrpist fólkið meira sam-
an en ella. Menn fá ekki kvef af drag-
súgi. Það er hættara við því, þegar glugg-
inn á járnbrautarklefanum er aftur, held-
ur en þegar hann er opinn! I heimsstvrj-
öldinni kvefuðust hermennirnir ekki í
skotgröfunum, heldur í samkomuhúsum,
#er þeir voru í orlofi heima hjá sér. Besta
ráðið við kvefi er hér talið að eta og
drekka hraustlega, svo að pestin skolist
burt úr líkamanum.