Samtíðin - 01.07.1937, Qupperneq 10

Samtíðin - 01.07.1937, Qupperneq 10
ö SAMTÍÐIN JU& mUQLWÚÁ, Dýrin virðast ekki hafa vit á því, að hreyfa sig sér til hita. Því kaldara sem er í veðri, því meira halda þau kyrru fvrir. G. Tyrwitt Drake. Eg hefi alla ævi gert alt það, sem í mínu valdi hefir staðið, til að forðast að gera gys að, harma eða fyrirlíta það, sem aðrir menn hafa gert, en Iiins vegar hefi ég eftir mætti reynt að skilja hugsanir annara. Spinoza. Alt, sem þú hefir mist, hefir orðið þér að einhverju leyti ávinningur. Emerson. Bentu kvenmanni aldrei á það, að hún hafi rangt fyrir sér í einhverju atriði fyr en þú hefir bent henni á a. m. k. þrjú atriði, þar sem hún hafi rétt fyrir sér. Barry Pain. Okkur hættir við að dæma sjálfa okkur eftir hugsjónum okkar og aðra menn eftir breytni þeirra. Harold Nicholson. Sælutilfinning er oftast sprottin af því, að við höfum lokið einhverju erfiðu starfi. Hún er með öðrum orðum ávöxtur starfsgleðinnar. David Grayson. Yertu örlátur, og það getur farið svo, að þú missir ekki vini þína, enda þótt þú missir fjármuni þína. Lánirðu öðrum, áttu bæði á hættu að missa fjármuni þína og kunningja. Bulwer-Lvtton. Lág fjárhæð skapar þér skuldunaut, hærri fjárhæð aflar þér óvin- ar. Laberius. Það, sem þú lánar, er þér glatað. Plautus. Guð blessi veðlánarana; þeir eru allra manna gæfastir. Marguerite Wilkinson. Lánardrotnar hafa betra minni en skuldaþrjótar. Benjamín Disraeli.

x

Samtíðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.