Samtíðin - 01.07.1937, Page 21
SAMTÍÐIN
17
FREDERI K POULSEN:
Kveðja til þeirra, sem eftir lifa
[Höfundur þcssarar greinar, dr. Frederik Poulsen, er forstöðu-
maður hins fræga safns, Ny Carlsberg Glyptotek, í Kaupmanna-
höfn. Hann er merkur fræSimaSur, en auk þess einn af ágætustu
rithöfundum, sem nú eru uppi á NorSurlöndum].
Fvrsti klassiskur fornminjafræð-
ingur Frakklands, Edmond Pottier,
er einnig var erlendur meðlimur
Vísindafélagsins danska, andaðist í
París i júlímánuði 1934, 79 ára að
aldri. Heilan mannsaldur var liann
forstöðumaður gríska iskrautkera-
og leirmunasafnsins í Louvre, en
það er sú eina deild hins mikla
safns, sem er með fyrirmyndarbrag.
Verk hans um skrautkeramálaverk
og leinnyndalist fornaldarinnar
munu halda nafni lians á lofti um
langan aldur. Siðustu árin var liann
aðalritstjóri hins mikla alþjóða
safnrits Corpus Vasorum, og með
hinum umfangsmiklu bréfaskrift-
um sinum var hann mörgum ung-
iim og rosknum fornminjafræðing-
iun föðurlegur ráðgjafi að þvi, er
snerti hirtingu vísindalegra rit-
smíða. Mér kom París aldrei svo i
hug, frá þvi er ég dvaldist þar i
fyrsta skipti, árið 1901, að ég mintist
hans ekki jafnframt. Og altaf fanst
ruér, að mikilvægasta takmarki
ferðarinnar væri náð, er ég sat i
vinnustofu þessa gamla manns, sem
var alt i senn, hygginn, mildur og
staðfastur, og átti við hann langt
viðtal. Þess vegna fanst mér það
dapurlegt, er mér við siðustu komu
mína til Parisar núna i sumar, harst
í hendur langt afsökunarhréf frá
honum: Xæknirinn hafði skipað
honum að liggja í rúminu og njóta
hvíldar. Og þegar ég talaði um upp-
gröft minn í Académie des Inscrip-
tions et Belles-Lettres þann 29. júní,
saknaði ég hins sérkennilega and-
lits hans meðal áheyrendanna og
hinnar skæru, rólegu raddar Iians
meðal þeirra, sem gerðu viðhótar-
atlmgasemdir við fyrirlesturinn, eft-
ir að ég hafði flutt hann. Um það
levti var Pottier að berjast við
dauðann, og þann 4. júlí fékk hann
liægt andlát.
Eftir dauða Potliers liefir hin á-
gæta kona hans sent öllum vinum
lians bréf, sem er stilað til þeirra,
er eftir lifa, mælt fram á hana-
sænginni i því skyni, að það yrði
hæði lesið við jarðarförina og sent
vinum liins látna. Það er þetta
skjal, þessi athyglisverða „likræða
yfir sjálfum sér‘\ sem liefir komið
mér til þess að taka mér penna í
hönd. Til þess að mönnum skiljist
til hlítar efni hréfsins og hlær sá,
er hvilir yfir því, verður að geta
þess, að Pottier og kona hans liöfðu
mist einkabarn sitt, efnilegan son,
i orustunni við Hartmannsweiler-