Samtíðin - 01.07.1937, Side 29
SAMTÍÐIN
25
ekki haft hugmynd um, hvað væri.
Spare hefir stundum dáleitt sjálf-
an sig með því að stara lengi i
spegil. Hefir hann gert þetta til þess
að verða síðan fær um að teikna
ósjálfrátt. I algerðri leiðslu vinnur
hann þá stundum tímunum saman
og veit ekki af sér, fyr en hann
uppgötvar, að hann er búinn að
draga upp fjöldann allan af feg-
urstu myndum. En ekki er hann alt
af fær um að ráða störfum sínum.
Stundum líða svo lieilir mánuðir
samfleytt, að hann fær engar utan-
aðkomandi livatningar, og getur þar
af leiðandi ekkert unnið. En annað
veifið verður hann að vinna i sifellu
og getur ekki látið staðar numið.
— Enda þótt mig sárlangaði til
að draga upp nokkrar myndir til
þess að senda á sýninguna i næstu
Hinirágætu Gefjunardúkar
fullnægja öllum þeim kröfum, sem frekast verða gerðar. Þeir
eru mjúkir og hlýir, en jafnframt snöggir, áferðarfallegir og
smekklegir.
IJað er gagnslaust að tala um heilsuvernd, ef menn kunna
ekki að klæða sig í samræmi við það loftslag, sem þeir eiga
\ið að búa.
Föt úr íslenskri ull henta íslendingum best. —
Klæðaverksmiðjan Gefjun, Akupeypi
Útsala Aðalstræti 5, Reykjavík og í kaupfélögum um land alt.
viku, sagði hann við mig, — þá gat
ég ekki hreyft blýantinn í þrjá mán-
uði. En einu sinni vann ég í leiðslu
i tuttUgu og fjórar klukkustundir
samfleytt, og fylti þá fimtíu siðna
l)ók af teikningum.
Spare sagði ennfremur:
— Ég álít, að margir listamenn
verði fyrir áhrifum af utan að kom-
andi öflum eða vinni ósjálfrátt,
enda þótt þeir viti ekki af því sjálf-
ir. Proskun þessara afla mun opna
mönnunum nýjan heim. Ég held, að
Hamlet hafi verið árangur af sál-
rænni reynslu, sem Shakesj)eare
hefir orðið fyrir. Leikurinn verður
ekki skýrður frá öðru sjónarmiði.
Öll meiri liáttar list verður að mínu
áliti til fyrir þess konar áhrif. And-
inn kemur, menn verða fvrir opin-
herun, hinn andlegi sannleikur vitr-