Samtíðin - 01.07.1937, Blaðsíða 20

Samtíðin - 01.07.1937, Blaðsíða 20
16 SAMTÍÐIN Jóhann Bricm: Konan við kofadyrnar frekar i sainræmi við byggingarstíl nútímans. HvaíS skilur list og svonefnd- an listiðnað? — Þvi verður erfitt að svara. Iðn- aður byggist á tækni, en listin krefst persónulegrar meðferðar á verk- efninu. En í bverju sú meðferð sc fólgin, verður sjálfsagt eilífl deilu- efni. Talið berst að listaskóla þeim, sem Jóliann Briem hefir á undan- förnum árum starfrækt ásamt þeim Ásmundi Sveinssyni myndhöggv- ara og Finni Jónssyni listmálara. — Viðvíkjandi skóla okkar vil ég fyrst taka fram, segir Jóhann, — að tilgangur okkar er ekki sá að framleiða listamenn, heldur vilj- um við kenna mönnum einföldustu undirstöðuatriði, til þess að þeir geti síðan stundað myndlist í tóm- stundum sínum. En það, sem einn- ig vakir fyrir okkur, er að þx-oska Jistasmekk nemendanna, þannig að skólinn verði eins konar brú milli listamannanna og þjóðarinnar. Ég álít, að menn geti alveg eins stund- að myndlist í tómstundum sínum sér til gagns og skemtunar, eins og menn t. d. leika á píanó. Þ'að ætti þó að minsta kosti ekki að raska ró manna i næstu herbergjum! Aðsóknin að skólanum liefur sýnt, að talsverður áhugi er til fyr- ir myndlist liér á landi, og er okk- ur það ánægjuefni, að aðsóknin að honum fer vaxandi. Var það kýr? í litlum erlendum bæ var banka- gjaldkeri, sem liafði það fjrrir sið að spvrja alla, sem tóku út peninga, hvað þeir ætluðu að gera við þá. Dag nokkurn kom einn velmet- inn borgari inn i bankann og tók út 400 krónur. — Jæja, livað ætlarðu nú að gera við alla þessa peninga? spurði gjaldkerinn. — Eg ætla að kaupa fyrir þá kú! í sama bili dró annar viðskipta- maður athygli gjaldkerans að sér og sá, sem ætlaði að kaupa kúna, sá sér fært að laumast út, áður en fleiri spurningar dundu á honum. En þegar hann kemur fram í dvr, heyrir hann, að gjaldkerinn segir með sinni djúpu bassarödd: — Var það kýr, sem þú ætlaðir að kaupa?

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.