Samtíðin - 01.07.1937, Blaðsíða 35
SAMTÍÐIN
31
Mýjar
b erlendar bækur J
Nini Roll Anker: Pá egen grunn.
Frumleg skáldsaga um hjónaskiln-
a'ó og afleiðingar Iians. Lýsingar
bókarinnar, einkum á hinni frá-
skildu konu, eru meistaralegar.
Verð Ób. kr. 8,80. íb. kr. 11.80.
Sigrid Boo: Fire i bilen. Þessi bók er,
eins og fyrri bækur Sigríðar Boo,
tilvalin til lestrar í sumarleyfi.
Frásögnin er hér lipur og létl eins
og á fyrri bókum liöfundar. Verð
Ób. kr. 4,75. Ib. kr. 6,10.
Valdemar Brþgger: Ut av táken.
Skáldsaga frá Ósló. Viðfangsefni
nútímaæskunnar eru hér brotin til
mergjar. Verð Ób. kr. 7,65. Ib.
kr. 10,35.
l
Johan Falkberget: I vakttárnet. Frá-
sagnir frá eirvinslunni í R0ros.
Lífinu í námunum er hér lýst bæði
i fortíð og nútíð. Meðal annars er
hér lýst ævi Jolians Nygaardsvold
forsætisráðherra Norðmanna.Verð
Ób. kr. 6,10. íb. kr. 8,80.
Sigrid Undset: Den trofaste Iiustru.
Sagan gerist i ósló nú á dögum.
Söguefnið er ósamlyndi í hjóna-
bandi. Aðalsöguhetjurnar eru
verkfræðingur og kona hans, og
verður þeim ekki barna auðið.
Sigrid Undset tekst með sinni al-
kunnu andlegu verkliyggni að
skapa úr þessu efni merkilega bók.
Verð Ób. kr. 10,15. íb. kr. 12.85
og 15,65.
Arnuld 0verland: Samlede dikt.Þetta
er heildarútgáfa af kvæðum
skáldsins í tveim bindum. 0ver-
land er eitt hið snjallasta skáld
Norðmanna. Hann er ýmsum
kunnur hér á landi. Verð Ób. kr.
14,20. íb. kr. 20,95 og 28,35.
Oscar Alb. Johnsen: Norges Bþnder.
Utsyn over den norske bonde-
stands historie. 2. reviderte utg.
Merk fræðibók, sem hefir verið ó-
fáanleg um skeið, en er nú aftur
komin lit. Verð Ób. kr. 16,20. Ib.
kr. 19,95.
Britta Berner: Jeg — du — vi. Streif-
lys over den ekteskapelige samlivs-
krise. Fróðleg bók um viðkvæmt
mál, sem varðar alt gift fólk. Verð
Ób. kr. 7,90.
Margit Ravn: Min sþster og din
spster. Stúlknabókarhöfundur
þessi segir hér frá tveim systrum,
sem verða fyrir því að missa for-
eldra sina á þann hátt, að þeir
skilja og giftast út á við. Þá finst
stúlkunum nú, að kominn sé tími
til, að þær taki til sinna ráða í
lífinu, og það gera þær. Verð Ób.
kr. 3,70. íb. kr. 5,75.
Sverre S. Amundsen: Sj0gutten som
blev handelsfyrste. Höfundur seg-
ir hér frá æviatriðum H. N. And-
ersens etatsráðs, er stofnaði hið
volduga Austurasíufélag (0. K.).
Andersen bvrjaðj starfisemi sína
éins og flestir aðrir með tvær
hendur tómar. Við afrek Ander-
sens í verslunar- og siglingamálum
Norðurlanda kannast flestir, en nú
geta yngri lesendurnir kynst þeim
í fjörlega ritaðri bók, sem er
mörgum myndum prýdd. Verð Ób.
kr. 4,00. íb. kr. 4,95.