Samtíðin - 01.07.1937, Blaðsíða 31

Samtíðin - 01.07.1937, Blaðsíða 31
SAMTIÐIN 27 Á deyjanda degi Menn hafa löngum orðið misjafn- lega við dauða sínum, og eru til miklar og merkilegar frásagnir um slíkt í íslenskum bókmentum. Munu margir af lesendum þessa timarits kannast við sumar þær frásagnir, bæði þær, sem telja má sannar og eins hinar, er ætla má, að séu skáld- skapur einn. Hér fara á eftir síð- uslu orð, sem ýmsir frægir erlend- ir menn eiga að hafa mælt fyrir andlát sitt: — Þetta er mitt siðasta á jörð- unni! Ég er ánægður. John Quincy Adams. — Ég hefi sent eftir þér, til þess að þú megir sjá, hvernig kristinn maður getur dáið. Joseph Addison. — Komið og sjáið, hvernig frakk- neskur márskálkur verður við dauða sinum. Ney marskálkur. — Tak hönd mína, kæri vinur, ég er að deyja. Vittorio Alfieri. — Bíddu, þar til eg hef lokið við úrlausnarefni mitt. Archimedes. — Það er skáldi mikil huggun á dauðastundinni, að það hefir aldrei ritað eina linu, er spilli góð- um siðum. Boileau. — Á himnum mun ég f á heyrnina. Beethoven. — Ég býst við, að böðullinn sé leikinn í listinni, og að hálsinn á mér sé mjög grannur. Anna Boleyn. — Segið móður minni, — segið móður minni, að ég hafi dáið fyr- ir landið mitt. John Wilkes Booth. — Ég hefi verið að deyja i tutt- ugu ár, nú mun ég byrja að lifa. James Drummond Burns. — Nú verð ég að sofna. Byron. — Einnig þú, Brutus! Cæsar. — Einn mann hef ég drepið til þess að bjarga hundruðum þúsunda. Charlotte Corday. — Ég þrái að fara héðan sem allra fyrst. Oliver Cromwell. — Svíkstu nú ekki um að sýna skrilnum höfuð mitt; það mun líða langur timi, þangað til hann sér annað jafngöfugt. Danton (við böðulinn). — Deyjandi maður á ekki hægt með neitt. Franklin. — Við erum komnir yfir fjöllin. Nú mun okkur miða betur. Friðrik mikli. — Alt er tapað, munkar, munkar, munkar. Hinrik VIII. Englandskonungur. — Slökkvið ekki Ijósið! Ég verð myrkfælinn, ef ég á að fara heim i dimmunni. O. Henry.

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.