Samtíðin - 01.10.1938, Blaðsíða 10

Samtíðin - 01.10.1938, Blaðsíða 10
6 SAMTÍÐIN ]iH mWjiWjaA, Konur er aldrei hæjít að sannfæra með fagurgala og smjaðri — en karlmenn altaf. Siðapredikanir eru síðasti griðastaður þeirra manna, sem ekki skilja fegurð. Sjálfsmorð er mesta lotning, sem unt er að sýna þjóðfélagi sínu. Böl ellinnar er ekki beinlínis í því fólgið, að menn eldast, heldur í því, að þeir eru ungir í anda, enda þótt líkaminn hrörni. Umgjörð gimsteinanna hækkar þá í verði, en eykur ekki gildi þeirra. Ástin eyðir tímanum, og tíminn eyðir ástinni. Það er skemtilegra að gefa en að lána og álíka kostnaðarsamt. Sir Phillip Gibbs. Það er ámóta örðugt að svíkja sjálfan sig án þess að veita því at- hygli og það er örðugt að svíkja aðra, án þess að þeir veiti því athvgli. La Rochefoucauld. Hræðslan við dauðann er einkenni þeirra manna, sem ekki hafa íengið si,g fullsadda af lífinu. Herman Bang. I Eina ráðið til þess að losast við freistingu, er að falla fyrir henni. Oscar Wilde. Ef þú átt garð og bókasafn, ert þú einskis þurfi. Cicero. Ástin er oft eina ævintýrið, sem konan ratar í á ævinni. Hinsvegar er ástin einatt aðeins atvik í lífi karlmannsins. X. Það má vera oss mikil huggun, að versti óvinur vor er aldrei annar maður, heldur ævinlega við sjálf. Hin sanna ógæfa býr ætíð í oss sjálf- 'im. Georg Brandes.

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.