Samtíðin - 01.10.1938, Síða 15
SAMTÍÐIN
11
ar frá fyrstu kynnum sínum af' Is-
landi, er jafnframt variia ljósi yfir
hina frumstæðu verslunarhætti, sem
áttu sér stað hér á landi fyrir sið-
ustu aldamót.
r
ARIÐ 1895 gerðist ég skipstjóri
á seglskipinu „Mercur“, sem
verslunarfyrirtækið Örum & Wu'lff
liafði tekið á leigu og sendi lilað-
ið vörum til íslands. Við sigldum
l)eint til Djúpavogs, og þar steig
ég fyrst ,á íslenska jörð á sumar-
daginn fyrsta 1895. Ég man það enn,
live viðbrigðin voru mikil, eftir
grænkuna og sléttlendið i Dan-
mörku, að sjá hin tignarlegu, snævi-
þöklu fjöll íslands rísa úr lra.fi, að
ég nú ekki nefni, live blærinn var
svalur, miðað við liitabeltisloftslag-
ið, sem ég hafði lifað í undanfarin
áx\ En eftir því, sem nær dró land-
inu, gerðist það hlýlegra ásýndum,
og þegar ég var stiginn á land og
fór að kynnast Islendingum, kunni
ég undir eins framúrskarandi vel
við mig. Ég sannfærðist þegar um
það, að hér byggi gott fólk, með
hjartað á réttum stað, fólk, sem að
menningu og liugarfari væri ger-
ólíkt megininu af þeim mönnum,
er ég hafði einkum kynst i hafnar-
borgum hitabeltislandanna. Síðan
hefir mér altaf þótt fjarska vænt
um ísland og Islendinga.
Um þessar mundir var ski])koma
til íslands talinn allmikill viðburð-
ur þar. Sá maður, er fyrstur sá
verslunarskip koma siglandi af hafi,
fékk 5 króna peningaverðlaun hjá
verslun þeirri, senx átti von á skip-
inu. Það varð ekki lítill ys og þys
í kauptúninu, er einhver, sem verið
liafði uppi á fjalli, kom þjótandi
niður hlíðina og hrópaði, að skip-
ið væri að koma.
Mig furðaði mikið á því, að hafn-
sögumaðurinn, sem kom til móts
við okkur út á fjörðinn, sagðist vera
trésmiður. En lxonum fataðist ekki
stjórnin á skipinu. Hann stýrði því
öruggur milli skers og báru til
hafnar á Djúpavogi.
Þegar við vorum lagstir þar að
trébryggju, var tekið að skipa upp
vörunum, seni við komum með. Var
því starfi ekki léll, fvr en allar
vörurnar voru komnar á land. En
því næst hófst nú lxeldur en ekki
athygliverð starfsemi, sem mér
kom satt að segja furðulega fvrir
sjónir.
Það var tekið lil óspiltra málanna
við að demha sandi ofan i skipið,
þar til fengin var nægileg kjölfesta.
Ofan á hana voru því næst lögð
borð. Við það myndaðist þarna
sæmilegt gólf í lest skipsins. Og þar
var nú í skyndi komið fyrir heilli
verslunarbúð með skúffum, h.illum
og öðru tilheyrandi. Lestin var
tjölduð stiága, lil þess að hún yrði
vistlegri, og eftir skannna stund
var skipið orðið að fljótandi versl-
unarbúð. Við tókum með okkur
búðarmann á Djúpavogi og sigld-
um því næst til Breiðdalsvíkur, en
þar var þá ekkert verslunarhús.
Þetta var kallað að sigla „paa Spe-
kulant“.
Þegar til Breiðdalsvíkur kom,
vörpuðum við akkerum skamt frá
landi, þvi að þar var engin bryggja.
Við festum skilti við opið á lest