Samtíðin - 01.10.1940, Qupperneq 13
SAMTÍÐIN
9
Þjóðverjar 17.000 smálestir af
gúmmíi í Englandi fyrir meira en
5 milj. dollara, og tveim dögum áð-
ar en núverandi styrjöld slcall á,
tókst Þjóðverjnm að kaupa frá Eng-
landf 9000 smálestir af kopgr!
Þessar staðreyndir eru birtar hér
eftir mjög áreiðanlegum amerískum
heimildum. Og liið ameríska tímarit,
sem þær eru teknar úr, segir að lok-
um: Það er vissara að hafa gát á
fleirum en stríðsæsingamönnunum,
ef friður á nokkurn tíma að geta
haldist hér í heimi.
Hrelðar E. Geirdal:
H A U S T
Margur þykist vita um auð í annars garði,
og íslendinga dreymir titt
um höpp i Suðurlöndum.
En altaf verður reynslan
hinn rétti mælikvarði
og ráðlegast er okkur því
að gæta, hvar við stöndum.
Þó að liafís komi og fylli vík og voga,
og vöruskipin tefjist ögn
lijá klakagirtum ströndum,
jörðin taki kippi og Ivatla fari að loga;
þá kostar þetta minni fórn
en stríðið út’ i löndum.
Nú er haustið komið. í fjöllin fer að snjóa,
og frost og myrkur virðist okkur
taka saman liöndum.
En seinna kemur vorið
með gull og græna skóga,
og Guð og Lukkan flytja aldrei
burt af Norðurlöndum.
Fyrir vétti
LÖGFRÆÐINGUR einn þótti
stundum nokkuð gleyminn.
Eitt sinn var hann skipaður verjandi
sakhornings. Fyrir réttinum mælti
lögfræðingurinn: — Þessi sakborn-
ingur líefur alt útlit fyrir að vera
samviqfkul'aus þcxrpari.
I sama hili laut einhver að lög-
fræðingnum og hvislaði: — En þér
eruð verjandi mannsins!
Lögfræðingurinn lét sér hvergi
hilt við verða og hélt áfram: — En
hvaða afbragðsmenn eru það, sem
ekki hafa orðið fyrir aðkasti og
sleggjudómum í lifanda lífi?
VINNUMAÐUR á prestssetri kom
til prestsins og kvaðst hafa séð
draug undir kirkjuveggnum kvöldið
áður.
— Hvernig var hann í laginu?
spurði prestur.
— Hann var eins og stór asni, svar-
aði vinnumaður.
— Nú þetta hefur hara verið
skugginn vðar, Jón minn, ansaði
prestur.
MAÐUR nokkur var ákærður fyr-
ir tilraun til morðs. Vopnin,
sem hann hafði notað, voru: Skannn-
hvssa, skegglmífur, sópskaft og skör-
ungur. Vopnin, sem andstæðingur
hans hafði gripið til, voru: Sláttu-
ljár, sleggja, riffill og heljarmikill
járnkarl. Gjörðardómur í málinu
hljóðaði á þessa leið: Vér gjörðar-
dómsmenn hefðum viljað gefa 100
krónur lil þess að sjá mennina eig-
ast við með þessum verkfærum.