Samtíðin - 01.12.1943, Blaðsíða 31

Samtíðin - 01.12.1943, Blaðsíða 31
SAMTIÐIN 2? eyru vor sigggróin og sljó fyrir boð- skapnum. Nordal hefur lag á því að fá menn til að leg'gja við hlustirnar. Hann er berorður, svo að annaðhvort hljóta menn að hrífast af hoðskap Iians eða hneykslast á honum. í „Lífi og dauða“ hoðar hann „annað líf“ sem rökretta ályktun af þessu lifi, hann hýður manninum að seilast upp fyrir múrvegg þroska síns, því að leiðin norður og niður sé greið, ef seilzt sé niður fyrir sig. Hann telur dyggðina vera komna inn fyrir synd- ina, eins og Páll postuli lætur liana koma inn fyrir dyggðir lögmálsins. Nordal tekur harðsvíraðan heildsala til hænar og færir honum heim sann- inn um, að lifið, sem hann lifi, sé fánýtt. Hið eina nauðsynlega sé að efla dyggðir sínar, þekkingu og rækja sínar borgaralegu skyldur. Lífið er dásamlegasta ævintýri mannlegrar þekkingar. Ef þú gefur þér tóm til að litast um, lilýtur þú að standa sem spurningarmerki frannni fyrir til- verunni, en það að undrast og reyna að stauta á hók náttúrunnar hefur ríkuleg laun i sér fólgin. Gerðu þér grein fyrir þroska þínum, haltu sið-, an á hratlann. Ef lífshamingja þínfe eykst, ertu á réttri leið, annars treð-l^ urðu helveg. Þar eð Nordal getur hvorki kennt guði né kristinni trú um áhrifaleysi kirkjunnar á samtiðina, telur liann sér skylt að hnippa í klerlcana. Þeirra er að athuga tilefni ummælanna. Nordal vikur að efnishyggjunni og kennir henni að nokkru um glund- roða þann, sem komizt hefur á mann- legt lif. Efnishyggjumennirnir hafa tekið þau ummæli til athugunar. Nið- Vinnuskilyrðin tryggja yður (Fíjóía og góáa vínnu, Þau eru bezt í rafmagnsfaginu á Vesturgötu 3 Bræðurnir Ormsson Gólfbónið sem ber af eins og gull af eiri er: MIN er óviðjafnanlegur á öll húsgögn. CHERRY BLOSSOM skóáhurður gerir skóna yðar mjúka og vatnsþétta. Fæst í öllum verzlunum.

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.