Samtíðin - 01.12.1947, Qupperneq 5

Samtíðin - 01.12.1947, Qupperneq 5
SAMTiÐIN Desember 1947 Nr. 138 14. árg., 10. hefti SAMTÍÐIM kemur mánaðarlega, nema i janúar og ágúst. Árgjaidið er 20 kr. og greið- ist iynriram. Asknit getur úyrjað livenær sem er. Úrsögn er imndin við aramót. Kitstjon og útgelandi: bigurður Skulason magister, simi 2o2(j, póstlióii 75. Askriitar- gjöidum veitt mottaka í verziuninni Bækur og ntíöng, Austurstræti 1, Bókabúð Aust- urúæjar, Laugaveg 34, og á BræðraborgarsUg 2y. Prentuð i i’elagsprentsmiðjunni. jPERÐAFÓLK, sem hefur skroppið til fjarlægra landa, virðist oft hafa ákaf- lega gaman af að segja þeim, sem heima sitja, furðulegustu kynjasögur af lífs- reynslu sinni á ferðalaginu. Er sannleik- anum þá ósjaldan hagrætt af hjartans lyst. Hin fagra höfuðborg Frakklands hefur heldur en ekki orðið fyrir barðinu á mið- ur sannleikselskum ferðalöngum af Norð- urlöndum síðustu mánuðina. Hafa sögur þeirra um ástandið þar syðra breiðzt út eins og eldur í sinu. Einangrun Evrópu- þjóðanna af völdum stríðsins og hið ó- heilbrigða ástand, sem það orsakaði, hef- ur um sundarsakir skapað ýkjusögnum um þær ótrúleg lífsskilyrði. Segðu kunn- ingjum þínum í Danmörku, að þú sért á förum til Parísar, og taktu eftir áhyggju- svipnum, sem kemur á andlit sumra þeirra. Svo rignir yfir þig hvers kyns viðvör- unum: í París er allt á glötunar barmi. Hefurðu ekki heyrt um þessi sífelldu verk- íöll í Frakklandi? Þar er að verða stjórn- arbylting, og þú verður vísast myrtur, ef ekki viljandi, þá í ógáti! Veiztu ekki, að í París er enginn ferðamaður óhult- ur fyrir þjófum og ræningjum um þessar mundir? Jafnvel á sjálfu Concorde-torg- inu geturðu átt á hættu, að skuggalegir bófar æði að þér, er kvölda tekur, og heimti af þér peninga. Eina ráðið gegn slíkum ófögnuði er að æpa hástöfum á lögregluna. Þá er sagt, að bófarnir leggi á flótta. Þetta var nú aðeins örlítið brot af þeim kynjasögum urn ástandið í París, sem mér gafst kostur á að heyra í Kaup- mannahöfn síðastliðið sumar, af því að ferð minni var heitið til Frakklands. Æv- intýralöngun mín var þegar vakin til hins ýtrasta. En þegar ég heyrði dag nokkurn þjóðkunnan danskan embættismann, sem var nýkominn frá París, segja vini sín- um frá verðlaginu þar syðra, matarskort- inum og svarta markaðinum, hætti mér að lítast á blikuna. Honum fórust þannig orð: „í gistihúsum Parísar færðu fyrir of fjár og af einskærri náð svefnherbergi, þar sem rúmið, sem þér er ætlað að sofa í, stendur á þrem stuðlum og veggfóðrið lafir í druslum niður eftir veggjunum. Biðjirðu um kaffi, er þér borið eitthvert móleitt gutl. Það er auðvitað sykurlaust. Ef þú mælist til að fá rjóma út í þessa kaffinefnu, hlær fólkið kuldahlátri og seg- ir, að slíkur munaður hafi nú ekki sézt hér í tvö ár.“ — Til Parísar sagði þessi embættismaður, að ekkert vit væri í að fara nema þrælnestaður. Sjálfur kvaðst hann hafa haft með sér þangað brauð, smjör, dósamat o. fl. til fimm daga. Að þessu étnu sagðist hann hafa hypjað sig heim hið skjótasta. Aðra fimm daga kvaðst hann ekki mundu hafa haldizt við í París fyrir hungri. Smjör væri því miður óger- legt að geyma um hásumarið nema í mesta lagi í fjóra daga vegna hita á svo suð- lægum breiddargráðum. „En á hverju lifa Parísarbúar þá sjálf- ir?“ vafð mér að spyrja. „Jú, efnaðra fólkið kaupir matvæli sín á svörtum mark- aði, en allmargt fátækt fólk reynir árla morgun hvern að snapa sér einhverjar ruður úr sorptunnum gistihúsanna.“ Sama dag heyrði ég íslenzkan sjómann segja miklu sannara frá. Honum fórust þannig orð: „í París fæst allt, sem nöfn- um tjáir að nefna, en flest er þar dýrt.“

x

Samtíðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.