Samtíðin - 01.12.1947, Blaðsíða 16

Samtíðin - 01.12.1947, Blaðsíða 16
14 SAMTÍÐIN Það, sem nú er sýnt, gerist í Rúss- landi, og drengurinn er Arensky. Svangur og kaldur berst hann fyr- ir tilveru sinni; hann er líka met- orðagjarn. Arensky strýkur að heiman og fær illa launaða vinnu hér og þar. Hann fær vinnu í gistihúsi. Þar finnur hann í herbergi hljóðfæri, sem ekki er notað. Hann svíkst um J)að, sem hann á að gera, og situr við hljóðfæríð öllum stundum. Það end- ar með því, að hann er rekinn. Hann fær vinnu við kvikmyndahús. Þar er gamalt og hálffalskt hljóðfæri. Hann æfir sig, þegar hann getur. Næst sést hann vera að hjálpa gamalli og veikri konu. Hann gefur henni meðul og hagræðir koddanum fyrir hana. Loks þarf að kaupa meiri meðul. 1 tösku gömlu konunnar er stór bunki af peningaseðlum. Hann hættir nú nema stöku sinnum að gefa henni meðulin, sem eru henni lífsnauðsynleg. Hún fær slag og deyr. Hann stingur á sig peningunum og strýkur til Parisar. Nú er vegurinn opinn til náms og cf til vill frama. Nú koma aftur atriði frá Rúss- landi. Faðirinn er deyjandi í ömur- legri fátækt. Vonin um hjálp frá syninum heldur honum J)ó uppi um stund, en engin hjálp kemur. Hann deyr. En á meðan faðirinn heyir dauðastríðið í fátæklega herherginu, situr Arensky, sem nú er tvítugur, dýrlega veizlu i stóru og fínu gisti- húsi í París. Maxine lokaði augunum. Hún gat ekki horft á meira. „Hamingjan Jhjálpi mér“, stundi hún upp, J)egar hún og Billie voru komnar upp i herbergi hennar. „Hvað við erum fyrirlitleg dýr öll saman, og fyrirlitlegust af öllu er sjálfselska mannanna. — En hver er ég, að ég skuli dirfast að dæma aðra J)ar?“ bætti hún við. Billie kinkaði kolli og stóð upp. „Ég býst við, að við eigum þar öll hlut að máli“, sagði hún og fór inn tif sín. Arensky kom ekki til morgun- verðar daginn eftir og heldur ekki inn í dagstofuna að lokinni máltíð. Maxine gekk að hljóðfærinu og æfði sig í klukkutíma. Carrillo kom og lagði sig á lcguhekkinn. Mcðan Max- ine var að spila, sá hún, að hörnin stóðu fyrir utan og gægðust inn um glúggann. Þau liorfðu í hrifningu á Carrillo. Maxine stóð upp og sótti þau. Þau voru fús að koma inn, en vildu ekk- ert þiggja, sögðust vera búin að borða morgunverð. Þau voru ákaf- lega hæversk og horfðu án afláts á Carrillo, meðan þau töluðu við Max- ine. Þeim leið augsýnilega ekki vel í nærveru dansmeyjarinnar. Carrillo hafði heilsað þeim vingjarnlega, cn lá nú með lokuð augu og veitti þeim ekki frekari eftirtekt. Börnin horðuðu hádegisverð með fólkinu. Við J)að beindist athyglin frá Arensky, þegar hann settist að horðinu. Þegar Carrillo stóð upp, lagði hún höndina andartak á koll- inn á Juan. Drengurinn hrökk við, eins og hann hefði verið sleginn ut- anundir og náfölnaði. Þegar Carrillo \-ar farin út úr herbergi-nu, urðu Dolly og Bassie strax frjálslegri í framkomu, og Juan náði sér brátt

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.