Samtíðin - 01.12.1947, Page 13

Samtíðin - 01.12.1947, Page 13
SAMTÍÐIN 11 JULES RDMAINS: Evrópa þarfnast jafnvægis VJIÐ HEIMSFRÆGA frakkneska skáld, Jules Romains, höfundur 27 binda skáldsögunnar: Les hommes de bonne volonté, (Menn, sem eru allir af vilja gerðir), sem nefnd hef- ur verið í gamni og alvöru „óend- anlega skáldsagan“, ræddi nýlega við sænskan blaðamann um ástandið í Norðurálfu. Þar sem orðum þessa gagnmerka vitsmunamanns er ávallt mikill gaumur gefinn ei’lendis, þykir ástæða til að tilfæra efni þeirra hér, ef vera kynni, að allmargir lesenda þessa tímarits hefðu ekki kynnzt við- horfi skáldsins til ástandsins í Ev- rópu, síðan styrjöldinni lauk. Jules Romains komst að orði eitthvað á þessa leið: Þjóðirnar verða alveg hamslausar, þegar þær gerast of mannmargar, og yfirráðasýkin og ámóta fásinna gagntekur þær. Ghamningja Norður- álfunnar stafar frá þeim degi, er Bismarck sameinaði Þýzkaland í eitt »ríki. Þá kom valdagræðgin til sögunnar, og síðan höfum við ekki átt friði að fagna. Því er það, að ég fylgi þeim mönnum að málum, er vilja skipta Þýzkalandi í 3—4 ríki. Slíkt mundi skapa meira jafnvægi i álfunni. Bandalag Evrópuríkjanna getur orðið til þess að leysa vandamál álfu vorrar, en það er örðugt að skapa slíkt bandalag, þar eð flest ríki álf- unnar skortir jafnvægi í innanríkis- málum sínum. Stjórnskipulagið hef- ur verið og er sífellt stórfelldum hreytingum undirorpið. Þar er alla- jafna skammt öfganna ámilli. Annan daginn er eitthvert ríkið búið að taka upp einræðisskipulag, hinn dag- inn er það búið að breyta um stjórn- arform eða er þá að minnsta kosti að reyna að þreifa sig áfram í áttina til lýðræðis. Framtíð Evrópu er allt annað en björt. Frakkland getur tek- ið forustuna út úr ógöngunum, en fyrst verður það að koma á jafn- vægi í innanríkismálum sínum. Þetta er Léon Blum fullljóst, en þó er de Gau'lle það ef til vill enn þá ljósara. Ég óska þess ekki,’að nokkur einn stjórnmálaflokkur komist til valda í Frakklandi. Hins óska ég aftur á móti, að einhver áf stjórnarflokk- um Frakklands reynist það styrkur, að hann megni að safna hinum flokk- unum kringum sig og veita Frakk- landi siðan stjórn, er reynist hlut- vcrki sínu vaxin. Á því leikur enginn vafi, að de Gaulle er sá eini, sem á sér þann myndugleika, að liann megnar að safna þjóð vorri einhuga undir merki sitt á hættunnar stund. Fólk hefur ekki gleymt því, að það var hann, sem barg heiðri Frakk- lands í styrjöldinni. Hann er eldheit- ur hugsjónamaður, sem einvörðungu hugsar um velferð lands síns. Mér hefur aldrei flogið í hug, að hanii sækist eftir því að verða einræðis- herra, ekki einu sinni forseti Frakk- lands. Hann hefði getað orðið ein-

x

Samtíðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.