Samtíðin - 01.12.1947, Qupperneq 9

Samtíðin - 01.12.1947, Qupperneq 9
SAMTÍÐIN 7 flutnings. Og það er sannleikur, að framleiðsla á léttum vínum, borð- vínum og freyðvínum og raunarýms- um sterkum drykkjum, svo sem kon- íaki, er hvergi betri né meiri en í Frakklandi og hefur jafnan verið ein aðal-útflutningsvara Frakka. Ættum vér því ekki að kaupa neitt af þess- um vörutegundum fyrir frjálsan gjaldeyri. Sama er að segja um snyrtivörur. Engin þjóð stendur Fröklcum á sporði í þeirri iðn. Snyrti- vörur ættum vér því ekki að þurfa að kaupa fyrir frjálsan gjaldeyri, ef það magn, sem vér þörfnumst, fæst í Frakklandi. Það virðist því vera dálítið einkennileg. ráðstöfun að neita um gjaldeyris- og innflutn- ingsleyfi þaðan á sápu, bæði á hand- sápu og þvottasánu, eins og Við- skiptaráð og svo Viðskiptanefnd hafa gert á þessu ári, allt fram á þenn- an dag. Annars eru það æðimargar vöru- tegundir. sem hægt er að fá í Frakk- landi við mjög sæmilegu verði, svo sem margs konar byggingarvörur, rafmagnsvörur, saumavélar. prjóna- vélar. nvir ávextir, vefnaðarvara, vatrfsleiðslurör, liósa- og mælinga- tæki til hafna, skipa, vita og flug- valla, rafmagnsvírar, bifreiðar, smíðaiárn o. fl. Á sumum þessum vöruin hefur ekki fengizt útflutn- ingslevfi, vegna þess að um það hef- ur ekki verið samið í verzlunarsamn- ingi Islendinga og Frakka. Fram- leiðsla Frakka á þessum vörum er það naum enn þá og þörfin fyrir þær svo rík innan lands, að þeir hafa ekki séð sér fært að veita leyfi fyrir þær nema til þeirra landa, sem tun það hafa samið: En með því að leggja alúð við samningagerðir vorar við þá, tel ég mjög líklegt, að takast mætti að fá nokkurt magn af þess- um nauðsynjavörum í samninginn. Er nú samningur vor við Frakkland raunverulega úr gildi síðan 30. júní s.l„ nema hvað gengi er tryggt til áramóta. Mun nú standa til að end- urnýja hann bráðlega. Viðskipti vor við Frakka gætu því verið mikilvæg. Höfum vér selt þangað allmikið af afurðum í ár, einkum hraðfrystan fisk, fyrir mjög gott verð. Eru möguleikar á sölu hans allmiklir þar í landi, því að hann þykir góð vara, en nú síðast hefur staðið á innflutningsleyfi franskra stjórnaryfirvalda. Um á- stæðu fyrir því er mér ekki kunn- ugt, en ekki er ósennilegt, að þar valdi nokkru tregða sú, sem hér hef- ur ríkt á því að fá gjaldeyris- og innflutningsleyfi fyrir franskri fram- leiðslu. Höfum vér jafnan átt all- vex-ulega fjái'hæð inni í Frakklandi fvrir selda franxleiðslu vora þar, og höfum, er á allt er litið, ekki sýnt verulegan áhuga fyi’ir skiptum við þetta land. Stendur það vonandi til bóta. Að mínum dómi hafa íslenzk yfir- völd gert of lítið til að kynna sér ítarlega, hvaða vörur vér getum fengið í Fi’akklandi, gæði lxeirra og verð. Það mál er mjög þvðingarmik- ið fyrir oss, eins og að framan get- ur, þar eð um jafnvirðiskaup er að ræða. Með öðrum orðum, þeim mun meir, sem vér getum kevpt þar af vörum, þeim mun meiri möguleikar eru fyi'ir oss að selja þangað fram-

x

Samtíðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.