Samtíðin - 01.12.1947, Blaðsíða 17

Samtíðin - 01.12.1947, Blaðsíða 17
SAMTÍÐIN 15 og talaði við Maxine um heima og geima, eins og hans var vani. Eftir matinn hurfu börnin án þess að kveðja og komu ekki aftur. Það var einkennileg kyrrð í húsinu eins og ævinlega, og Maxine eigraði um stefnulaust. Henni varð gengið út í anddyrið og sá þar sér til mik- illar undrunar hallarjómfrúna með kynstrin öll af blómum. Maxine nam staðar og horfði á j)au. „Einkennilegt“, sagði hún. „Ekk- ert j)eirra líkist neinum af'blómum þeim, sem ég hef séð áður. Hvaða blóm eru þetta?“ „Það hef ég enga hugmynd um. Blóm teljast ekki til minna áhuga- mála.“ 1 þetta sinn ætlaði Maxine ekki að gefast upp. Hún vildi fá svar. „Það virðist j)ó sannarlega, að svo sé. Svo vel hafið þér komið jæim fyrir. Hver em yðar sérstöku áhuga- mál, má ég spyrja?“ „Ég skemmti mér við meðbræður mína“, svaraði hallarjómfrúin og hrosti háðslega. „Hendið þér gaman að okkur?“ „Ég var nú ekki með ykkar hóp í hliga sérstaklega, þó ég játi jiað fúslega, að j)að er líka gaman að ykkur. Enginn hefur enn jiá komið mér til að finna til. Ég þekki ekki ást, hatur, samúð, meðaumkun eða jiörfina til að þjóna og hjálpa öðr- um. Ég hef gaman að einstöku hlut, það er allt og sumt“. „Þetta er hræðilegt“, sagði Max- ine og leit undan. Hún þoldi ekki að horfa í þessi einkennilegu augu. „Finnst yður það? Það er nógu gaman að tala um jietta við yður. Við getum verið hreinskilnar hvor við aðra. Ég hef veitt yður athygli frá því fyrsta. Við erum að sumu leyti svipaðar“. „Guð hjálpi mér, j)að getur ekki verið!“ hrópaði Maxine i örvæntingu. Hallarjómfrúin hló. „Það gerir hann sjálfsagt“, sagði hún. Svo varð hún aftur alvarleg. „Þér hafið ýms- ar veikar hliðar. I mörg ár hafið þér engri manneskju treyst. Samt hefur yður verið hlýtt til margra. Hér eruð þér hrifnar af börnunum og hafið valið yður ungfrú Bowen að fylgd. Þar hafið j)ér valið rétt. Hún er sérstök. I félagsskap, leik og gleði kvenna hefur hún verið, and- lega sem likamlega, skírlíf eins og nunna“. „Hvers vegna er hún hér, fyrst hún hefur verið skírlíf eins og nunna?“ „Vegna jiess, sem álitið er vera al- varleg yfirsjón. Hún tók dómsvald- ið í sínar hendur“. „Segið mér eitt enn“, sagði Max- ine áköf. „Hver á þessi börn?“ „Hvers vegna spyrjið þér? Þér hafið alltaf vitað það, frá því þér sá- uð Jiau fyrst.“ „Á frú Carrillo þau J)á?“ „Auðvitað.“ „En — hvers vegn'a j)ekkir hún jiau ekki?“ „Hvernig ætti hún að jiekkia jiau. Hún hefur aldrei séð J)au. Þetta eru J)rjú hörn, sem hún hefur deytt“. „Eigið þér við, að hún hafi myrt þau ?“ „Nei, hún leit ekki á J)að sem morð, fi-ekar en þúsundir annarra kvenna, sem hafa gert Jiað sama, giftar jafnt sem ógiftar.

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.