Samtíðin - 01.12.1947, Blaðsíða 12

Samtíðin - 01.12.1947, Blaðsíða 12
10 SAMTÍSIN sess meðal tungna menningárþjóð- anna. Meðlimir akademíunnar skyldu vera 40 talsins, allt færustu rithöf- undar og málfræðingar Frakklands. Fyrsta fund sinn hélt akademían þann 10. júli 1637. Hver liafa nú verið höfuðafrek akademíunnar? Meðal annars útgáfa tveggja mikilla orðabóka, sem mynd- að haí'a traustan grundvöll móður- máls frakknesku þjóðarinnar. 1 rösk- ar þrjár .aldir hefur akademían svo að segja vakað yfir tungu þjóðar sinnar, reynt að stuðla að hreinleik hennar og hreinsa af henjii allan þann sora og allt það gjall, sem löng- um vill setjast á tungur þjóðanna. Þeirri lmgsjón hefur verið þjónað til liins ílrasta, að frakknesk tunga mætti verða. verðugur arftaki latín- unnar sem fremsta menningarmál Norðurálfunnar, fær til að túlka hvert einasta blæbrigði mannlegra hugsana á sem fegurstan og full- komnastan hátt. Frakkneska akademían var upp- haflega stofnuð sem eins konar þjóð- vörn gegn latínunni. Richelieu skildi, að ekki tjóaði, að færustu vísinda- menn Frakklands semdu rit sín á l'orntungu Rómverja. Hann dreymdi auk heldur um hefðarsess móður- máls síns meðal rómanskra tungna. Akademían átti að stuðla að því, að París tæki að sér það menningar- hlutverk, sem Róm hafði áður rækt. Það átti „að veita Miðjarðarhafinu í Norðursjóinn“, eins og löngu seinna var komizt að orði. En þrátt fyrir sigra Loðvíks 14. og Napóleons Rona- parte tókst frakkneskri tungu ekki að flæða yfir álfuna á kostnað ann- arra þjóðtungna. Enda þótt mönnum gleymist oft í daglegu tali og skrif- um sínum að sýna móðurmáli sínu maklega rækt, þegar ekkert bjátar á, vernda þeir það af alefli, er í nauð- irnar rekur. 1 árásarstyrjöldum reyna t.d. þær þjóðir, sem á er ráð- izt, að verja tungu sína og .önnur þjóðleg verðmæti af alefli. Innan vébanda Frakklands hefur akademían unnið ómetanlegt þjóð- nytjastarf að verndun og fegrun móðúrmálsins. Það er mjög fyrir al- l)eina hennar, að segja má, að frakknesk tunga eigi sér orð yfir „allt, sem er hugsað á jörðu“. Aka- demían hefur staðið heiðursvörð um það helgasta, sem frakkneska þjóðin á sér: móðurmál sitt. Með orðabók- um sínum og málfræðiritum hefur hún lagt grundvöllinn að nauðsyn- legri þekkingu og vernd tungunnar. A þessum trausta grundvelli hafa beztu rithöfundar Frakka síðan skapað bókmenntaverk, er að máli og stílsnilld eru meðal þess ágæt- asta, sem fram hefur komið í ver- öldinni. Ég álit, að hver sú þjóð, sem vill hlúa að tungu sinni og bók- menntum, ætti að eiga sér félags- skap eitthvað í líkingu við þessa akademíu okkar. Þetta hafa ýmsar aðrar þjóðir skilið. Flestar menning- arþjóðir eiga sér ágæta rithöfunda og málfræðinga. En störf slíkra manna koma einatt miklu síður að notum, ef engin sú þjóðleg menn- ingai’miðstöð fyrirfinnst í landinu, er beini kröftum þeirra að sameigin- legum átökum í þágu innlendrar menningar, auki þeim metnað og skapi þeim jafnframt hbllt aðhald.

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.