Samtíðin - 01.12.1947, Page 8

Samtíðin - 01.12.1947, Page 8
6 SAMTÍÐIN EIRIKUR SIGURBERGSSDN : Verzlunarviðskipti Islendinga og Frakka [Ýmsar greinar í þessu liefti eru lielg- aðar Frakklandi, seni vér góðu heilli höfum talsvert menningarsamband við. Oss hefur lengi leikið grunur á, að nokk- urt sleifarlag væri rikjandi i samhandi við verzlunarviðskipti vor við Frakka. Höfum vér því beðið lir. Eirik Sigurbergs- son viðskiptafræðing, sem ekki hefur ein- ungis stundað háskólanám í París í fræði- grein sinni, heldur veitir og forstöðu Fransk-islenzka verzlunarfélaginu i Reykjavik, að skýra lesendum vorum frá, hvernig ástatt sé um verzlunarviðskipti íslendinga og Frakka. f eftirfarandi grein hefur honum tekizt ágætlega að varpa Ijósi á þau atriði, sem vér spurðum hann um og mestu máli skipta i þessu sambandi. Væri vel, að forráðamenn íslenzku þjóð- arinnar gæfu gaum að eftirfarandi frá- sögn og tillögum Eiriks. — Ritstj.]. C*KILYRÐIN fyrir góðri afkomu vor ** Islendintía eru þau, að vér getum aukið framleiðsluna og selt hana greiðlega á erlendum markaði. Til þcss að tryggja, að sala geti jafnan verið greið, þarf að dreifa henni á sem flesta staði. Ef einn staðurinn bregzt, verður þá minna í húfi. Það er hættulegt að treysta um of á einn —tvo sölustaði, en vanrækja aðra, því þá getur svo farið, að vér verð- um einn góðan veðurdag — allt i einu — að draga verulega úr fram; leiðslunni, en það getur þýtt sama og hungur og neyð, Verzlunarviðskipti vor Islendinga við aðrar þióðir eru að vonum á bernskuskeiði, ekki nema nokkrir tugir ára síðan vér fórum að sjá oss sjálfir farborða. Ef vér lítum til ná- granna vorra, Skandínava, sjáum vér, að þeir verzla við ýmsar þjóðir, er vér fram að þessu höfum lítt skipt við, selja þeim sams konar vörur, sem vér höfum á boðstólum, og kaupa af þeim ýmsa vöru, er vér þurfum á að halda. Viðskipti vor við Frakka byggjast á jafnvirðiskaupum. Vér verðum að kaupa af þeim vörur fyrir andvirði framleiðslu vorrar, er vér seljum þeim. Mörgum leiðandi mönnum hér á landi þykir þessi verzlunannáti ekki hagkvæmur, vegna þess að vér þurfum mjög á svo kölluðum frjáls- um gjaldevri að halda, þ. e. sterlings- pundum og þó einkum dollurum. Þessu er því að svara, að ef vér get- um keypt í Frakklandi vörur, sem vér þui-fum að kaupa lil landsins fyr- ir frjálsan gjaldeyri, geta þessi við- skipti verið mjög hagkvæm- ef var- an fæst við sæmilegu verði — því að með því getum vér aukið fram- leiðslu vora sem því svarar og hætt þannig heildarafkomu vora. Það er því í raun og veru jafn þýðingar- mikið alriði, þegar um jafnvirðis- kaup er að ræða, að afla nýtilegra vara með sæmilegu verði og að selja framleiðsluna. Frakkar framleiða fjölda vöruteg- unda, sem vér þurfum að flytja til landsins. Margir hafa haft þá trú hér á landi, að Frakkar framleiddu ekki annað en vín og snyrtivörur til út-

x

Samtíðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.