Samtíðin - 01.12.1947, Page 20

Samtíðin - 01.12.1947, Page 20
18 SAMTÍpiN En í huganum hélt ég samtali okkar áfram. Þar sem ég sveif uppi í skýjunum með jörðina óralangt fyrir neðan okkur eins og skrítið fjarlægt leikfangasafn, fannst mér ég losna úr tengslum við allt, sem var jarðbundið. Hvers vegna er ég í raun og sann- leika glöð og stolt af því að vera negri? Hvers vegna vorkenni ég þessum vesalings Evrópumanni, sem þykist vera einhver æði-i „mann- vera“? Hvers vegna finnst mér ég í raun réttri vera æðri en hann? Þessi veslings maður hefur enga hugmynd um, hvernig í öllu þessu liggur. Hann veit ekkert, sem máli skiptir eða komið getur að nokkrum notum, um meira en billjón af með- bræðrum sínum: Negra, Afríkumenn, Indíána, Kínverja og sennilega livorki Gyðinga né Rússa heldur. Það eru mikil líkindi til, að hann liafi blátt áfram afneitáð þeim með fyrir- litningu, af því að hann álítur ]iá „frumstæða Austurlandabúa" eða „rauða". En sjálfur kemur hann mér þannig fyrir sjónir, að hann sé veikbyggður, ógeðslega sjálfbyrgingslegur, ein- mana, viðkvæmur og hræddur. Vissulega er hann veikbyggður, hví skyldi hann ella vera að koma sér upp og hafa að staðaldri sér til varnar vopnað herlið — og það í ríkum mæli — hvert sem hann fer, ár og síð og alla tíð? Auðvitað er hann ógeðslega sjálf- byrgingslegur, því að livers vegna skyldi hann að öðrum kosti sífellt þurfa að stagast á því hástöfum, að hann sé öðrum fremri? Þeir, sem í raun og veru standa öðrum framar, ganga blátt áfram að því vísu, að svo sé. Vitanlega er hann einmana og við- kvæmur. Hefur hann ekki með full- komnu gjörræði einangrað sig frá meira en % hlutum meðbræðra sinna, þeim íbúum jarðarinnar, sem ekki eru hvítir eins og hann? Og al- veg tvímælalaust er hann hræddur. Til að sannfærast um það þurfum við ekki annað en gefa gætur að, þegar hann er að fjargviðrast yfir „hinni rísandi flóðbylgju svertingj- anna“, yfir „gulu hættunni“. Svo mörg eru þau orð. Hræðslan og ekkert annað getur skýrt mikið af hinni óskiljanlegu breytni hans gagnvart hinnm mislita bróður. Hins vegar vitum við, negrarnir, að minnsta kosti, hvernig öllu þessu víkur við. Við þekkjum okkar hvítu bræður — vitum heilmikið um þá. Þeir hafa opinberazt okkur í öllum sínum styrkleika og veikleika. Við höfum ekki lukt tilveru olikar nein- um múrum til þess að dyliast þeim. Múrar hafa verið reistir andspænis okkur, en við berjumst sífellt fvrir því að rífa þá niður og í þeirri bár- áttu vex okkur ásmegin, við kennum nýs máttar og eygium nvian tilgang. Við lítum á þrældómsáþján — hvort sem hún miðast við einstakl- ingshagsmuni eða heilla þjóða —- og við vitum, að hún hefur verið okk- ur tilfinnanlegt böl. En við höfum ávallt barizt gegn þessari þrældóms- áþján, hvarvetna veitt henni mót- spyrnu. Dt úr eldraun þessarar bar- áttu höfum við komið lifandi, og hún hefur gert okkur sterka.

x

Samtíðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.