Samtíðin - 01.12.1947, Síða 11

Samtíðin - 01.12.1947, Síða 11
SAMTlÐIN 9 Pierre Ducrocq: Frakkneska akademían [Höfundur þessarar greinar er kunnui leikari í París. Hann var sendikennari i frakknesku við Háskóla íslands árið 1946. Eftirfarandi grein um hina merku og aldagömlu menningarstofnun þjóðar simiar skrifaði hann að beiðni Samtíð- arinnar. — Ritstj.] RIÐ 1935 var haldið hátíðlegt 300 ára afmæli Frakknesku akadem- íunnar. (L’Academie Francaise) í París. Richelieu kardínáli og fræði- maðurinn Valentin Conrart voru feður hennar með þeim hætti, að sá síðarnefndi er raunverulega stoí'n- andinn, en sá fyrrnefndi gerðist verndari félagsskaparins og skipu- lagði hann. Hið virðulega nafn þess- arar menningarsamkundu hefur stundum vakið örlitla liáðtilfinningu hjá nútímamönnum. Robert de Fler, sem'skipaði 29. sæti akademíunnar á árunum 1920—27, vakti á sínum tíma talsvert hneyksli með því að semja gamanleik um hana. Leikur þessi var seinna kvikmyndaður og nefndist kvikmyndin: Græni frakk- inn. Þar er af miskunnarlausri bergsögli flett ofan af ýmsu, er aka- demíuna snertir, sagt, að meðlimir hennar séu gamalmenni, sem geng- in séu í harndóm og haldi dauða- haldi í fornar venjur. Nýliðarnir séu meðalmennskan uppmáluð, og séu þeir valdir i akademíuna miklu fremur sakir tignar en hæfileika. Samkvæmt reglunum skyldu eiga þar sæli jafnniargir hershöfðingjar sem skáld og prelátar. Enda þótt leikritið sé nokkuð öfgakennt, sýnir það þó með óyggjandi rökum, að hin gamla og virðulega stofnun var um þær mundir orðin æði rykfallin og svo íhaldssöm, að liún stjakaði frá sér fjölmörgum mikilhæfum rit- höfundum, sem lienni þótlu of rót- tækir á pólitísku eða fagurfræði- legu sviði. Þetta varð til þess, að upp risu ýmsar aðrar akademíur, t. d. Goncourt-akademían, sem ekki ýtti frá sér mönnum, þótt þeir hefðu frumlegar, nýstárlegar skoðanir eða væru af lágum stigum. Hófst nú sam- keppni milli hinnar gömlu akademíu og þeirra nýju. Frakkneska akademían velur sér sjálf nýja meðlimi í stað þeirra, sem hverfa þaðan. Oft ræður tilviljun ein, hverjir þangað veljast. Þó eru það eingöngu menn af háum stigum coa af góðu hergi brotnir. Flestir af mikilhæfustu rithöfundum Frakka hafa verið meðlimir akademíunnar og þar með komizt inn í fylking „hinna ódauðlegu“. Þó söknum vér þar nafna eins og Moliére, Verlaine og Baudelaire. Hins vegar rekumst vér þar á nafn hins fremur ófágaða ábóta, Co.ttins, sem Roileau dró ó- spart dár að í ritum sínu’m. Hver var tilgangur Richelieu kard- ínála með skipulagningu þessa fé- lagsskapar? Að akademían skyldi vernda frakkneska tungu og stuðla að því, að hún mætti jafnan skipa heiðurs-

x

Samtíðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.