Samtíðin - 01.12.1947, Blaðsíða 7

Samtíðin - 01.12.1947, Blaðsíða 7
SAMTÍÐIN 5 (jtiÉtn. Siicjánóion HEKLUGOSIÐ HEKLA, drottning Frónsins fjalla, frægust út um heimsbyggð alla. Þar, sem undan Rangá rennur, reiðilega fjallið brennur. Ferlegum hefur feigðarbrandi fyrrum ógnað voru landi. Fyrr sem voru frjóar lendur, fagrir skógar, — auðn nú stendur. íslands stoltið stórra verka, standa mun þess frægðin merka löngum, meðan lýðir hyggja í landsins sögu’ og heiminn byggja. Þó oft biði bjóðin hnekki, þá er víst, að hún mun ekki fjallið vilja’ af Fróni missa; fyrir því er óræk vissa. Forstjórinn: ,,Ef einhver spijr eft- ir mér, er ég ekki við.“ Skrifarinn: „En ef enginn spgr eftir yðiir?" Eftir aldar dauðadvala drottning við oss hyggst nú tala til þess okkur á að minna, einnig glöggt svo megum finna, að á vorri elda eyju enn þá vaki líf með freyju þeirri, sem með landsins lýði löngum olli taugastríði. „Tommi er giftur, hefnrðu óskað til hamingju?" „Nei, ég pekki ekki konuna hans og get því ekki óskað honum til hamingju, en Tomma þekki ég, og þess vegna get ég ekki óskað henni til hamingju.“ Þungt í foldar djúpi drynur, dularúðga fjallið stynur. Fæðingar-við harðar-hríðir hristist grund, svo skelfast lýðir. Hamfara við heljartökin hrikta fjöll, og eldablökin birgja sól af blökkum mekki, brýtur logi jarðarhlekki. Glampar hátt um geiminn blika, gl<jðar undir vellur kvika. Jörðin undir ösku brennur, eldglóandi flóðið rennur. Hver er þessi æariorka, undan þegar jarðarstorka levsist ocr um loftið fvkur, líkt og mjöll í stormi rýkur? Tigna drottning hiartaheita, hún er í vort blóð að veita straumi’ af sínum localindum líf í brióstin, sro við fyndum köl'on okkar helgu háu: að hl>ia að voru landi smán. Skal bví been hver búinn boðinn að berjast, þegar ógnar voðinn. K0NA NOKKUR hafði verið fár- veik. Allt í einu féll hún í dá, og hugðu þá allir, að hún væri skil- in við. Var hún nú borin út og átti að leggja hana til í úthýsi. en á leið- inni var hún borin framhjá grjót- garði. Rakst hún þá litillega í garð- inn, en nóg til þess, að hún raknaði úr dáinu. Batnaði henni nú brátt, og komst hún til sæmilegrar heilsu. Nokkrum árum seinna andaðist konan. Var lík hennar þá hafið út og borið til úthvsisins. Þegar farið var með líkið framhiá griótgarðin- um, tuldraði bóndinn í sífellu: „Ekki .of nærri garðinum, piltar“. Alla daga stend í stað, streittur við að selja. Ánægður ég er með það. Aðrir mega velja.

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.