Samtíðin - 01.12.1947, Qupperneq 6

Samtíðin - 01.12.1947, Qupperneq 6
4 J. SAMTÍÐIN — Dýrtíðin mun þó yfirleitt ekki vera þar meiri en svo, að mjög ósmekklegt væri, e£ vér færum að fjölyrða um hana við þá Frakka, sem þefekja til núverandi verðlags á íslandi. Einna bagalegastur mundi Norðurlandabúum þykja mjólkur- skorturinn í París. Hann er svo mikill, áð óheimilt er að selja þar mjólk öðrum en sjúklingum, börnum og gamalmennum. Gistihúsin eru yfirleitt mjög þokkaleg og matur góður, en að vísu dýr, ef alltaf er étið kjöt eða fiskur, eins og furðu margir Norðurlandabúar virðast telja sér algera lífsnauðsyn. íslenzka konu heyrði ég hafa orð á því, að ekki hefði hún í annan tíma fengið betra kaffi en í París s.l. sumar. Nær hefði verið að segja, að rúmin í þeim gistihúsum, sem ég kom í, hefðu staðið á 8 stuðlum en 3. í þokka- legum gistihúsum fylgdi víða baðherbergi hverju svefnherbergi, og skorti þar hvorki heitt né kalt vatn. í því sambandi má geta þess, að samtímis var heitt vatn í velflestum Kaupmannahafnar-gistihúsum munaður, sem tilheyrði eingöngu fortíð- inni, samkvæmt boði frá æðri stöðum. Hæverskara, góðlátlegra og greiðvikn- ara fólk en Parísarbúa á ég örðugt með að hugsa mér í stórborg. Margnefndir bófar og misendismenn duldust mér svo vendilega, að mér varð aldrei hugsað til þeirra hvað þá meira, meðan ég dvaldist í borginni. í grennd við sum af gistihús- um Parísar sjást að vísu öðru hverju menn, sem eiga það til að spyrja útlend- inga, hvort þeir vilji selja dollara eða sterlingspund. En ekki komst áreitni þess- ara manna í hálfkvisti við áleitni Dana gagnvart ýmsum Svíum, sem komu til Khafnar í maí og júní s.l. Sjálfsagt hafa þó Svíar átt nokkra sök á henni. Það er mjög óviðfeldið, þegár ótíndir ferðalangar leyfa sér þá ósvinnu að ljúga hvers kyns fjarstæðu á þær þjóðir, sem þeir sækja heim. Vér íslendingar höfum býsna oft orðið fyrir slíku og það af gestum, sem íslenzk gestrisni hefur hoss- að óþarflega háti. Aldrei skyldi það henda oss að gera oss að því viðundri að þyrla upp staðleysum um jafnmikla menning- arþjóð og Frakka, sem við, ekki síður en aðrir Norðurlandabúar, mættum fjölmargt gott og gagnlegt af læra. Vitið þér þetta ? Svörin finnið þér á bls. 29. 1. Hvað heitir nyrzta útsker ls- lands ? 2. Hve lengi var Leonardo da Vinci að mála hina heimsfrægu mynd sína af hinni heilögu kvöldmál- tíð? 3. Hvaða stjarna er kölluð morgun- stjarna? 4. Hverrar þjóðar er skáldið Rafael Sabatini? 5. Hver bjó fyrstur til drykkinn Coca-Cola og hver skírði hann ? Hann: „Eftir næstu afborgun höf- um við eignazt húsgögnin að fullu og öllu.“ Iiún: „Allt í lagi, þá hendum við þeim böra og kaupum önnur ný.“ Til áskrifendanna ÉR MEÐ lýkur 14. árg. Samtíð- arir.nar. Næsta hefti kemur 1. febrúar 1948. Útvegið ritinu fjölda nýrra kaupanda þangað til. Fjöldi snjallra sagna og ágætra greina bíð- ur næstu hefta. Sigurgeir Sigurjónsson hæstaréttarmálaflutningsmaður. Aðalstræti 8 — Sími 1043 Skrifstofutími 10—12 og 1—6

x

Samtíðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.