Samtíðin - 01.12.1947, Blaðsíða 19

Samtíðin - 01.12.1947, Blaðsíða 19
SAMTlÐIN 17 „Ég er stolt af því að vera negri", segir frú Eslanda G. Robeson dr. phil., kona hins heims- fræga söngvara, Paul Robesons, í eftirfarandi grein. WIÝLENDUBOINN var öldurmann- ” legur, rjóður í andliti, skapstygg- ur og hélt fast á máli sínu, hver sem í lilut átti. Hann hafði um margra ára skeið dvalizt í Suður-Afríku, efnazt þar vel og var nú á leið heim til gamla Englands í skemmtiför. Hann fyrirleit af heilum hug „blökkumennina“, en svo nefndi hann Afríkumenn. Og í raun réttri taldi hann enga menn með mönnum nema Breta. Hann var þó nokkra stund að átta sig á þeirri staðreynd, að blökku- mannahyski, eins og Pauli, sonur minn, og ég, værum í raun og veru samferðafólk hans í flugvélinni. Og þessi viðurkenning af hans hálfu var sannarlega hvergi nærri ljúfmannleg. Landstjórinn í Uganda hafði látið aka okkur í bifreið sinni til Entebbe- flugvalíarins, og blakti ameríski fán- inn á bifreiðinni við það tækifæri. Þetta hafði haft slík áhrif á starfslið flugvélarinnar og farþega hennar, að engum þeirra kom til hugar að am- ast við okkur vegna hörundslitar okkar. Svo fóru og leikar, að þegar lirezki nýlendubúinn sá, að allt sam- ferðafólkið sýndi okkur í hvívetna vingjarnlegt viðmót, gafst hann al- veg upp við að hórfa einn á okkur með fyrirlitningarsvip og virti okk- ur meira að segja viðtals. Þetta var bersýnilega einmana maður, og þrátt fyrir allan kyn- flokkahroka gazt honum einkar vel að Pauli. Þegar hann hafði kynnzt okkur nokkru nánara, gerði hann þessa kynlegu athugasemd: „Hann sonur yðar er indæll dreng- ur, ljómandi indæll drengur. Ótrú- legt, að hann skuli ekki vera nema níu ára gamall og svona bráðskýr." Ég sagði, að Pauli hefði umgengizt fullorðið fólk í ríkum mæli og gæti það hafa stuðlað að því, að hann væri mjög vel að sér eftir aldri. „Nei,gáfaður,“ fullyrti nýlendubú- inn fruntalega. „Það er synd, að hann skuli vera með þessum ósköp- um fæddur.“ „Hvað er að honum?“ spurði ég í ekki sem mildustum tón. „Synd, að hann skuli vera svert- ingi, synd. Hefði getað oi-ðið mikill maður.“ „Hann mun verða mikill maður, af því að hann er svertingi,“ mælti ég. Hörundslitur hans, uppruni og sú merka saga, sem kvnflokkur hans á sér, munu eiga drjúgan þátt í gæfu hans. Við teljum þetta happ, en alls ekki ágalla.“ Hann varð alveg forviða, en jafn- framt vaknaði forvitni hans. „Eg hotna alls ekki í þessu,“ mælti hann. „Auðvitað gerið þér það ekki,“ anzaði ég vingjarnlega og lét talið niður falla.

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.