Samtíðin - 01.12.1947, Blaðsíða 14

Samtíðin - 01.12.1947, Blaðsíða 14
12 SAMTÍÐIN ræðisherra, ef hann hefði kært sig uni, þegar hann kom heim til Frakk- lands 1944. Bidault sagði eitt sinn, að hann væri heimspekingur. Það er alveg hárrétt. Hann vakir stundum heilar nætur við það að velta fyrir sér úrlausn einhvers vandamáls. Hann er stórvitur maður. En heztu menn þjóðanna eru næsta lítils megn- ugir, ef viðleitni þeirra á .engum skiíningi að mæta hjá fjöldanum. Það er ógæfa heimsins. Þegar vizk- an og þekkingin fara að komast nokkurn veginn í jafnkvisti við vald- ið, getum við fyrst farið að ala okk- ur einhverjar vonir í brjósti. Þannig fórust einum af ágætustu, hleypidómalausustu og víðsýnustu andaris mönnum, sem nú eru uppi, orð. Það kynni a§ vera ýmsum mönn- um lærdómsríkt að véita því athygli, hvernig slíkur maður hagar orðum sínum, þegar um er að ræða eitt- hvert stórfelldasta vandamál vorra tíma, framtíð heimsálfu vorrar, sem mara tveggja heimsstyrjalda og margs konar öfga og andhælishátt- ar hafa tröllpínt og gert að viðundri í augum viturra og sanngjarnra manna. Vér Islendingar erum að heita má daglega vanir að lesa því- lík gífuryrði og barnalegt brigzl um erlerid stórveldi sitt á hvað, að marg- ir góðgjarnir menn fyrirverða sig fyrir, að slíkt skuli vera látið „á þrykk út ganga“ lijá þjóð, sem tel- ur sig til menningarþjóða og hefur nýlega hlotið viðurkenningu á full- komnu frelsi og stjórnarfarslegu sjálfstæði. Hitt er ekki síður athygli- og aðdáunarvert, hve einarður Jules Romains er í ummælum sínum og það svo, að orð hans mættu vel verða til þess að kosta hann frelsi og jafnvel fjörið líka, ef andstæð- ingar frjálsrar hugsunar kæmust í höggfæri við hann. En stórmenni andans hirða aldrei um slíkt. Kjör- orð þeirra mun ávallt verða: „Hér stend ég. Ég get ekki annað“. Hitt er athyglivert, að jafn kjarkmikill og týhraustur andans maður og Ro- mains elur í brjósti sér meðfæddan og óviðráðanlegán beyg við Þýzka- land, hinn volduga nágranna, sem Frökkum hefur lengi staðið stuggur af. Kemur þetta glöggt i ljós í upp- hafi orða hans. Það er siðmenningu Evrópu mikið tjón, að svo merkar þjóðir sem Frakkar og Þjóðverjar skuli ekki liafa borið gæfu lil betra samlyndis en raun ber vitni síðan 1870, svo að ekki sé litið lengra um öxl, Vonandi verður hið pólitíska hyldýpi milli þeirra brúað á farsæl- legan og sem sársaukaminnstan hátt. Slíkt vrði vafalaust þeim sjálfum og álfunni í heild fyrir beztu. Sjómaðurinn: „Suður í Incllands- hafi var svo heitt, að við urðum að kveikja upp eld á þilfarinu til að svala okkur við.“ Samtíðin flytur yður úrval úr beztu er- lendu tímaritunum, sem þér munduð ella fara á mis við. Viðskiptin hagkvæmust við Tletageri SjöhxA SenediktAAcMr Reykjivík.

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.