Samtíðin - 01.12.1947, Side 15

Samtíðin - 01.12.1947, Side 15
SAMTÍÐIN 13 ELIZABETH JDRDAN : Fyrsti viðkomustaður 11. KAFLI pftir miðdegisverðinn settist Max- " ine á afvikinn stað með Hardy og sagði honum það, sem skeð liafði um daginn. „Það er rétt,“ sagði hann, „ég hef gen'gið kringum eyjuna. Það er al- veg satt, sem barnið segir.“ „I stuttu máli, þér hafið gefið uþp alla von,“ táutaði Maxine. „Ekki segi ég það,“ sagði Hardy. „Eg hef reyndar aldrei gert mér há- ar vonir um undankomu héðan. All- ir hlutir eru hér undarlegir og öðru- vísi en við eigum að venjast. Eitt af því undarlegasta er þrákelknin í yður. Þér streitist alltaf á móti; það er mér óskiljanlegt.“ „Það er ósköp eðlilegt“, svaraði Maxine. „Ef ég streiltist ekki á móti af öljum kröftum, þá gæfist ég al- gjörlega upp, en innst inni finn ég, að ég verð að sigra í þessari har- áttu. Ég má ekki gefast upp“. „Hvers vegna? Elskið þér lil'ið?“ Bún hugsaði sig um andartak. „Það held ég nú ekki“, sagði hún svo. — „Það er samt ekki hræðsla við dauðann, en það er eitthvað, sem dregur mig, einhver, sem ég verð að hitta, þó að það verði kannske til- gangslaust fyrir mig. Eitt er þó víst: Ég þrái af öllu hjarta annað tæki- færi.“ „En haldið þér ekki, að veran hér sé einmitt það tækifæri, sem þér þarfnizt?“ „Ef það er svo, hvers vegna er okkur þá ekki sagt það? En hvað um það. Ég verð að fá tækifæri til að hæta i'yrir misgjörðir mínar, og hamingjan veit, að þær eru margar. Líklega er meðvitundin um það sönn- un þess, að ég hef lært eitthvað hér. Ég ætla til baka, á einn eða annan hátt“, bætti hún einarðlega við. „Þetla getur maður nú kallað bar- áttuhug“, sagði Hardy og brosti. Þau sátu í dagstofunni og biðu cftir því, að Spensley kæmi. Hann kom eftir litla stund. „Herrar mínir og frúr“, tók hann til máls — — ,.Það var þá svona. Þetta átti þá að endurtaka sig á hverju kveldi að loknum kveldverði. Það átti misk- unnarlaust að fletta upp í lífi þeirra, hvers um sig, sýna allt, illt og gott. Ekkert varð falið, það þýddi ekki að mögla“. Maxine sat í sama stólnum og undanfarin kvöld. Það var sýnd æska Ilardys á litln bændabýli í Norð- vestur Ameríku. Hann er duglegur, vinnur á daginn fyrir litlu kaupi, gengur í kvöldskóla, les á nóttunni. El'tir því sem hann eldist, verður hann ófyrirleitnari. Hann lcemst á flugskóla og svífist nú einskis í bar- áttunni við að komast áfram. Það var ljótur kafli, þar sem liann af öfund eyðileggur skjöl, sem sanna frábæra hreysti félaga hans, og ann- ar kafli, þar sem hann af ásettu ráði bjargar ekki félaga sínum í neyð. Fleiri kaflar eru sýndir. Ilann verð- ur ófyrirleitnari og miskunnarlaus- ari með hverju ári, sem líðui-, svíf- ist einskis, ef það aðeins lyftir lion- um hærra i metorðastiganum. Snögglega skiptir um landslag.

x

Samtíðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.