Samtíðin - 01.12.1947, Blaðsíða 21

Samtíðin - 01.12.1947, Blaðsíða 21
SAMTÍÐIN 19 Við lítum á þá, sem hafa hneppt okkur í þrældóm, sem hnignandi kynstofn. Óréttlæti, ásælni og ber- sýnilegt mannúðarlevsi eru liræðileg skaðræðisöfl. Vissulega er ég bæði stolt og glöð yfir því, að ég skuli vera iiegri. Þannig farast frú Robeson orð. Hún er hámenntuð kona, doktor í mannfræði, og vafalaust mikils metin bæði sakir lærdóms síns og einnig vegna frægðar manns síns, hins óviðjafnanlega negrasöngvara. Frá okkar sjónarmiði mætti frúnni hafa skjátlazt skennntilega og reyndar ekki ó- eðlilega í mati sínu á Bretanum, sem hún var' samferða. Bretar eru ekki allir, þar scm þeir eru séðir. Ró þeirra og ytra borð er ýmsum tormelt til að byrja með og hefur fyrr orðið tilefni til misskiln- ings og sleggjudóma. En viðhorf frúarinnar til hvíta kyn- stofnsins er alvarlegt íhugunarefni. Slíkt heildarviðhorf skapast hjá þjóðum og kyn- stofnum, sem lcngi hafa verið kúgaðir og fyrirlitnir. Við íslendingar komumst varla hjá að skilja forsendur negra-hugsunar- háttar frú Robeson, ef við lesum vand- lega okkar eigin sögu frá þvi um 1000 og fram til 1918. Og livað mættu Gyðing- ar segja? Öll sú hrokafulla heimska og eigingirni, sem skapar fyrirlitningu á jojóðum og kynflokkum, er mjögTákjósan- legúr eldiviðarköstur til þess að tendra í styrjaldarbál. Það væri mikið og nyt- samlegt viðfangsefni þeirra þjóða, sem taka við heimsyfirráðunum á næstunni, að eyða kynþáttahleypidómunum og þjóðahatrinu. R i t s t j. óskar Samtíðin öllum vinum sínum nær og fjær. fíeztu þakkir fijrir vel- vild á 14 liðnum árum. Víðfrægasta ástarsaga eftir Islending er: Knstmanns Guðmundssonar. Gefið vinum yðar hana í jólagjöf. HELGAFELL. ▲ VéUpiitjaH £ihc(ri Hverfisgötu 42. Framkvæmum alls konar járnsmíði og vélaviðgerðir fyr- ir sjávarútveg, iðn- að og landbúnað. Ávallt nægt efni fyrirliggjandi. OtVegum beint frá fyrsta flokks verksmiðjum: efni, vél- ar og verkfæri til járniðnaðar.

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.