Samtíðin - 01.12.1947, Blaðsíða 18

Samtíðin - 01.12.1947, Blaðsíða 18
16 SAMTÍÐIN Frú Carrillo var gift manni, sem elskaði liana, og hún elskaði hann eins mikið og hún er fær um að elska nokkurn mann. Hún hefur í rauninni aldrei elskað neitt nema list sína. Hún deyddi þessi börn, eitt eftir annað, áður en ])au fæddust, vegna þess að þau hefðu hindrað hana í að dansa í eitt eða tvö ár, cf hún hefði átl þau. Á þennan hátt hefur hún gert þau að hirðingjum í alheiminum. Þau eru foreldralaus, nafnlaus og heimilislaus. Þau eru ekki í tengslum við neinn eða neitt. Maxine var hljóð. Hallarjómfrúin liélt áfram. Nú er hin fræga Carrillo hér, og börnin eru hér. Þau hafa hilzt. Þér gátuð mildað fyrstu ofsa- hræðslu þeirra. Meira getið þér ekki. Rinhvern tíma, einhvers staðar sam- einast þau öll, en það getúr orðið langt þangað til“. „En hörnin eru svo hamingju- söm.“ „Hvers vegna skyldu þau ekki vera það? Er það þeim að kenna, að móð- irin hindraði lífsmöguleika þeirra. Þau eru fyrir ofan alla vanlíðan og frjáls eins og andblærinn. Þau geta leikið sér að ofviðrinu og svifið milli stjarnanna". „Þér dragið upp dásamlegar mynd- ir. Þau líta út eins og önnur vel hirt hörn“. Maxine snéri sér undan; henni leið illa. Af öllu ömurlegu á þessum öm- urlega stað var þessi kona líklega allra ömurlegust. „Hún vakti sann- arlega eklci samúð“, hugsaði lnin. — „Og þó -— sjálfsagt átti hún sína raunasögu eins og hinir. Þakka ykur fyrir“, sagði Maxine og var skjálfrödduð. „Þér hafið gef- ið mér ærið umhugsunarefni“. „Eg hef líka leitazt við að svara sumum al' þeim spurningum, sem þér lögðuð ekki fyrir mig. Þér liafið furðað yður á því, hve vel væri séð fyrir ykkur hér. Það er vegna þess, að þið metið líkamleg þægindi svo mikils. Þið verðið að vera áhyggju- laus, svo að þið getið einbeitt lnig- anum að því, sem hér er álitið hið eina nauðsynlega. Það er hetra að vera í sínum eigin likama fyrst um sinn, í líku umhverfi, og að allar kringumstæður séu svipaðar. Það eru að vísu til þeir menn, sem þetta dreg- ur niður á við, eins og til dæmis óvinur yðar, Brent. Hann hefur flutt hingað með sér hatrið til yðar. Það brennur eins og eldur í æðum hans. Hann elur það af kostgæfni og eyði- leggur á þann hátt alla framfara- möguleika fyrir sér. Hann fer jafnt og þétt niður á við. Hvað yður sjálfri viðvíkur, viljið þér ekki gefast upp, en streilist á móti. Það hafið þér gert, síðan þér komuð hingað, en ég er anzi hrædd um, að það endi með því, að þér verðið mótaðar í það form, sem yður er ætlað. Mér fellur það illa. Þér eruð sérstæðar eins og þér eruð nú“. ,,Og þess vegna skemmtilegri?“ Hallarjómfrúin kinkaði kolli og gaf til kynna, að samtalinu væri lok- ið. Hún snéri sér þá sem snöggvasf að Maxine og sagði: „Meðal annarra orða: Þér verðið teknar fyrir í kvöld. Eg held ég verði að vera viðstödd“. Maxinc reyndi að brosa: „Gerið þér það; ])ér skemmtið yður sjálf- sagt“. Framh.

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.