Fréttablaðið - 14.01.2010, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 14.01.2010, Blaðsíða 4
4 14. janúar 2010 FIMMTUDAGUR GENGIÐ 13.01.2010 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 233,5319 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 123,89 124,49 201,20 202,18 179,71 180,71 24,149 24,291 21,951 22,081 17,594 17,698 1,3553 1,3633 195,02 196,18 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Hendrik Sigurðsson hendrik@frettabladid.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is ALLT SÍMI 512-5402: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Henný Árnadóttir henny@365.is, Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5016: Sigríður Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynurs@365.is, Bjarni Þór Sigurðsson bthor@365.is, Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is, Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is NEYTENDUR Lítraverð á 95 oktana bensíni fór yfir 200 krónur með fullri þjónustu á stærri bensín- stöðvum í fyrrakvöld þegar olíu- félög hækkuðu verðið almennt um þrjár krónur. Hefur verðið aldrei áður verið eins hátt hérlendis. Magnús Ásgeirsson, yfirmaður eldsneytisinnkaupa hjá N1, segir að rekja megi verðhækkunina rak- leiðis til kuldakastsins í Evrópu upp á síðkastið. „Allar spár síðasta hluta síð- asta árs voru á þá leið að olíuverð yrði frekar flatt og stöðugt eitt- hvað fram eftir árinu. Það sem hins vegar setti strik í reikning- inn, og leiddi til þessarar hækk- unar, voru kuldarnir úti í Evrópu,“ segir Magnús. „Þá fer hráefnið bara nánast allt í að framleiða olíu sem er notuð til húshitunar vegna kuldans og verð- ið hækkar vegna þess.“ Og Magnús á frekar von á því að verðið lækki aftur þegar veðr- inu slotar. „Það myndi þá gerast mjög hratt að því gefnu að krón- an sé skikkanleg eins og hún hefur verið undanfarið.“ Þetta er þó ekki í fyrsta skipti sem lítraverð á eldsneyti fer yfir 200 krónur á Íslandi. Í október- byrjun haustið 2008 fór lítraverð á dísilolíu í 204,6 krónur í tæpa viku vegna óróleikans á fjármálamörk- uðum. Það lækkaði síðan aftur í kjölfar setningar neyðarlaganna 6. október. - sh Lítraverð á bensíni komið yfir 200 krónur í fyrsta sinn á Íslandi: Kuldinn í Evrópu hækkar bensínverð DÝRT BENSÍN Lítrinn af 95 oktana bensíni með þjónustu hefur aldrei verið dýrari hérlendis. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA BOLUNGARVÍK Útsvarstekjur Bol- ungarvíkurkaupstaðar voru tæp- lega fjörutíu prósentum hærri árið 2009 en árið á undan. Þetta er stórt skref í viðsnúningi í fjár- málum sveitarfélagsins, segir Elías Jónatansson bæjarstjóri. Á móti kemur að framlög Jöfn- unarsjóðs lækkuðu um mikið á sama tíma og því nauðsynlegt að fara jafnframt í hagræðingu og sparnaðaraðgerðir. „Við höfum tekið hraustlega á okkar málum, má segja. Við fórum í samstarf við eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga sem gerði mjög stífar kröfur um við- snúninginn. Þeir fóru beinlínis fram á að endurskipulagningunni væri lokið árið 2010“, segir Elías. „Þess vegna varð ekki umflúið að skera niður og hækka útsvarið um tíu prósent.“ Elías segir að þjónustugjöld hafi verið hækkuð en sárast hafi verið að þurfa að fækka stöðugildum um tólf. Fyrir lítið sveitarfélag er það þungt högg enda um fimmtán pró- sent fækkun starfa að ræða. „Það má reyndar segja að við höfum skorið þar sem eitthvað var yfir- leitt að hafa.“ Elías segir sam- starfið við eftirlitsnefndina hafa gengið vel og í gildi sé samning- ur til ársins 2011. Reiknað er með að skatttekjur séu þær sömu árið 2010 og þær voru 2008. Hagræðing í skólarekstri hefur verið mikið í umræðunni um hagræðingu innan sveitarfélag- anna en ráðgjafar Bolungarvíkur komust að þeirri niðurstöðu að samrekstur grunnskóla, leikskóla og tónlistarskóla staðarins myndi ekki svara kostnaði þegar haft væri í huga það rask sem slíkri aðgerð fylgir. „Eins hangir mun fleira á spýtunni. Það eru ekki allir sammála því að það eigi að sameina. Sameining getur valdið erfiðleikum í stjórnun og aðstæð- ur komið upp sem við viljum forð- ast. Á þessum tímapunkti viljum við einfalda málin og ná um þau víðtækri sátt.“ Útsvarstekjur á Vestfjörðum hækkuðu um 15,1 prósent á milli áranna 2008 og 2009. Útsvarstekjur í Bolungarvík hækkuðu um tæp fjörutíu prósent. Þrennt kemur til: Sjávarútvegur- inn skilar meiru, framkvæmdir við jarðgöng og flóðagarða auk fyrrnefndrar hækkunar útsvars. Bolungarvík, hefur að sögn Elíasar, náð vopnum sínum á ný í sjávarútvegi en afli sem landað var á staðnum árið 2009 var fimmtán prósentum meiri en árið á undan. Eins er horft til ferðaþjónustunn- ar eftir víðtækar samgöngubætur sem hafa komið Bolvíkingum til góða. svavar@frettabladid.is Bolungarvík að ná vopnum sínum á ný Farið hefur verið í víðtækar hagræðingaraðgerðir í Bolungarvík í samstarfi við eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga. Á sama tíma hafa tekjur sveitarfélagsins stóraukist. Bæjarstjóri sér þess merki að íbúum sé að fjölga. BOLUNGARVÍK Bolvíkingar voru um þrettán hundruð þegar mest var en eru um 900 í dag. MYND/ELÍAS JÓNATANSSON VIÐSKIPTI Gengi hlutabréfa stoð- tækjafyrirtækisins Össurar rauk upp um 7,69 prósent í kauphöll- inni í Kaupmannahöfn í Dan- mörku í gær og endaði í sjö dönskum krónum á hlut. Þetta jafngildir rétt rúmum 170 íslenskum krónum á hlut. Geng- ið hækkaði hér um 3,4 prósent og endaði í 166,5 krónum. Telja má líklegt að hagstæður sölusamningur Össurar í Banda- ríkjunum á fjórða ársfjórðungi skýri hækkunina að mestu leyti enda gæti hún verið yfir vænt- ingum. Gengi hlutabréfa Össurar hefur aldrei verið hærra, hvorki hér né í Kaupmannahöfn. Skrán- ing hlutabréfa Össurar ytra í september í fyrra voru valin við- skipti ársins í áramótaútgáfu Markaðsins. - jab Hlutabréf Össurar ruku upp: Sala vestanhafs yfir væntingum FORSTJÓRI ÖSSURAR Gengi hlutabréfa Össurar hefur aldrei verið hærra en nú. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA EFNAHAGSMÁL Íbúðalánasjóður tekur ekki lengur við skriflegum umsóknum viðskiptavina um aðstoð vegna greiðsluvanda. Þess í stað vísar sjóðurinn á rafrænt umsóknarferli til banka, spari- sjóða og Ráðgjafarstofu um fjár- mála heimilanna. Umsóknin er á vefslóðinni www. greidsluerfidleikar.is. „Þegar viðskiptavinur hefur lokið við að fylla inn viðeigandi upplýsingar er afgreiðslustaður valinn. Umsækj- andi snýr sér svo til afgreiðslu- stofnunar til að skila inn fylgi- gögnum, en ekki er hægt að afgreiða umsókn fyrr en þau hafa borist,“ segir í tilkynningunni. - óká Fólk í greiðsluvanda: Getur leitað hjálpar rafrænt OLÍS ÁLFHEIMUM, OLÍS GULLINBRÚ, OLÍS MJÓDD, OLÍS NORÐLINGAHOLTI, OLÍS AKRANESI, OLÍS AKUREYRI, OLÍS BORGARNESI, OLÍS KEFLAVÍK, OLÍS REYÐARFIRÐI O lís e r l ey fis ha fi Q ui zn os á Ís la nd i TB W A\ RE YK JA V ÍK \ S ÍA 890kr. BÁTUR MÁNAÐARINS, PEPSI, SNAKK & SMÁKAKA Obama biður um meira fé Barack Obama Bandaríkjaforseti fer fram á viðbótarfjárveitingu frá Banda- ríkjaþingi til stríðsrekstrar í Afganistan upp á 33 milljarða dala fyrir þetta ár, í viðbót við þá 708 milljarða dala sem hann hefur þegar beðið um fyrir næsta ár. BANDARÍKIN EFNAHAGSMÁL Fimm manna sendi- nefnd Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, AGS, kom til Grikklands í gær og mun dvelja þar í viku við að stýra landinu út úr efnahagskreppu. Grísk stjórnvöld segja sendi- nefndina skoða marga þætti í efna- hagsmálum þjóðarinnar, svo sem umbætur á lífeyrissjóðakerfinu og á skattkerfinu. Ekki verði farið fram á lánveitingu frá sjóðnum. Evrópusambandið lýsti yfir áhyggjum af stöðu efnahagsmála í Grikklandi í kringum áramótin en skuldir hins opinbera námu 113 prósentum af landsframleiðslu auk þess sem halli á fjárlögum jókst um tæp þrettán prósent, sem er tíu prósentustigum yfir þaki evruríkj- anna. - jab Sendinefnd AGS komin á ról: Grikkland fast í skuldafeni DÓMSMÁL Ríkissaksóknari hefur ákært karlmann á fertugsaldri fyrir sérstaklega hættulega lík- amsárás, þegar hann stakk annan mann með hnífi í hálsinn. Árásin átti sér stað í Hafnar- stræti í júlí síðastliðinn. Fórn- arlambið hlaut fimm sentimetra djúpt stungusár á hálsinn. Sá sem fyrir hnífsstungunni varð krefst miskabóta og greiðslu lög- manns-, læknis- og lyfjakostn- aðar samtals að upphæð tæplega 840 þúsund krónur. - jss Hættuleg líkamsárás: Stakk mann með hnífi í háls Ný skoðunarstöð Kristján L. Möller samgönguráðherra opnaði í gær formlega sjöundu bíla- skoðunarstöð fyrirtækisins Frumherja á höfuðborgarsvæðinu. Nýja stöðin er við Hólmaslóð vestur á Granda. SAMGÖNGUR VEÐURSPÁ Alicante Basel Berlín Billund Eindhoven Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 17° 5° -3° 0° 2° 2° 3° -1° -1° 22° 4° 16° 6° 21° -4° 3° 15° -2° Á MORGUN 5-10 m/s, stífari við S-ströndina. LAUGARDAGUR Útlit fyrir fremur hæga S-átt. 7 6 5 3 2 0 4 4 6 5 -1 8 7 8 6 5 3 9 8 13 7 4 6 6 3 -10 0 -1 4 5 4 VÍÐA FROSTLAUST Það verður áfram fremur milt á land- inu í dag, víðast frostlaust og allt að 9 stiga hiti sunnan- lands. Hitinn verður svipaður á morgun en horfur eru á að það fari kólnandi á ný eftir því sem líður á helgina. Elísabet Margeirsdóttir Veður- fréttamaður
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.