Fréttablaðið - 14.01.2010, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 14.01.2010, Blaðsíða 22
 14. janúar 2010 FIMMTUDAGUR UMRÆÐAN Haukur Arnórsson og Sigur- björg Sigurgeirsdóttir skrifa um beint lýðræði Sú ákvörðun forseta Íslands að skjóta lögum um ríkisábyrgð á Icesave til þjóðarinnar hefur vakið að nýju ákafar umræður um íslenska stjórnskipan og lýðræði. Því hefur verið haldið fram að aukin áhersla á þjóðaratkvæðagreiðslu efli lýðræðið. Það er umdeilt. Eink- um það hvort beint lýðræði, eins og þjóðaratkvæðisgreiðsla, sem inn- leidd er á kostnað fulltrúalýðræð- is, leiði til betra lýðræðis. Rétt er að þjóðaratkvæðagreiðsla hentar vel við ákveðnar aðstæður, ef unnt er að tryggja vandaða og upplýsta umræðu. Þegar forseti Íslands vís- aði fjölmiðlalögunum til afgreiðslu þjóðarinnar árið 2004 vísaði hann til þess að gjá hafi myndast milli þings og þjóðar, þ.e. gjá milli vilja þjóðarinnar og vilja fulltrúa henn- ar á þingi. Ef auka á áherslu á þjóð- aratkvæðagreiðslur sem leið til að taka ákvarðanir í sameiginlegum málum þá er ástæða til að hafa í huga að það eru fleiri gjár í götu lýðræðisins, en sú gjá sem stundum má finna milli þings og þjóðar. Gjár í götu lýðræðis Í fyrsta lagi þá hefur myndast gjá milli eftirspurnar almennings eftir netþjónustu og framboðs ríkisins á rafrænni þjónustu. Þessi gjá hefur myndast þrátt fyrir að almenning- ur á Íslandi hafi um langt árabil verið betur nettengdur en almenn- ingur í öðrum ríkjum hins vest- ræna heims. Þessi gjá hefur dregið úr vægi skoðana stjórnmálamanna og hlutlausra upplýsinga stjórn- valda í opinberri umræðu, en hefur aftur auðveldað einstaklingum úti í bæ og góðum bloggurum að hafa mikil skoðanamótandi áhrif. Vegna þessarar gjár er upplýsingagjöf og umræða um opinber mál ófull- komnari en ella væri. Gjá milli eftirspurnar og framboðs á netþjón- ustu er minni í nágrannaríkjunum þar sem færri meðal almennings eru nettengdir og framboð opin- berra vefja er mikið betra en hér á landi (íslenska ríkið er lakast Vest- ur-Evrópuríkja samkvæmt nýjum upplýsingum frá EU). Í öðru lagi er að finna gjá milli netheima og gömlu fjölmiðlanna. Netheimar og gömlu fjölmiðlarnir eru verulega aðskildir heimar. Það er ekki bara ríkið sem hefur látið undir höfuð leggjast að byggja upp netþjónustu. Hefðbundnir fjölmiðl- ar á Íslandi hafa verið lengi að taka nýjungar netsins í notkun. Þá hafa starfandi netmiðlar litla ritstýr- ingu. Það veldur því að óhróður og árásir eru daglegt brauð á netinu. Þessu er hins vegar töluvert öðru- vísi farið erlendis þar sem er að finna mörg dæmi þess, að vandað- ir fjölmiðlar starfa á netinu, eins og við Íslendingar höfum séð á síðustu dögum. Þá er ljóst að í opinberri umræðu hafa þær hefðir myndast að hátt hlutfall lesendabréfa (oft um 20% í Bandaríkjunum) er hent vegna ónógra gæða. Góð ritstýr- ing þýðir að þeir sem skrifa fyrir netmiðla erlendis eru væntanlega betur varðir en hér á landi. Netið og hin upplýsta umræða Múgæsing getur átt frítt spil á netinu. Upplýsingar og sjónarmið stjórnvalda, stjórnmálamanna, fræðimanna, háskólaumhverfisins og vandaðra fréttamanna ná síður til almennings, þar sem opinberir vefir og vefir fjölmiðla hafa ekki þróast með eðlilegum hraða í staf- ræna átt. Samræðan á netinu er einnig of frumstæð og stenst engar gæða- kröfur. Það gerir það meðal ann- ars að verkum að einstaklingar og kannski einkum fræðimenn, sem eru vandir að virðingu sinni og vilja ekki fá yfir sig persónulegar sví- virðingar, taka ekki þátt í umræð- unni á netinu. Þess í stað birta þeir efni sitt í ritstýrðum miðlum, svo sem í tímaritum, í blaðagreinum eða koma fram hjá góðum ljósvaka- miðlum. Þessir ólíku heimar gera það að verkum að þeir sem nota gömlu miðlana, gætu haft lítil skoð- anamyndandi áhrif á netinu. Ef það er tilfellið dregur sú staða verulega úr lýðræðislegu gildi umræðunnar á netinu. Þannig er ekki tryggt að sú umræða sem fram fer á netinu styðjist við vandaðar upplýsing- ar og sannindi eins og þau gerast best hverju sinni. Því er eðlilegt og réttmætt að spyrja um upplýsta skoðanamyndun á netinu. Rafrænt lýðræði Framtíðarsýn hinna alþjóðlegu hugmynda um rafrænt lýðræði stefnir ekki út fyrir kerfi fulltrúa- lýðræðisins. Rafrænt lýðræði hefur víðast erlendis einkum snúið að því að miðla upplýsingum til almenn- ings og auka þátttöku hans og áhrif á ýmsum stigum fulltrúalýðræðis- ins. Aukin þátttaka almennings hefur vissulega áhrif á ákvarðana- töku, en rafræna lýðræðið bein- ist þó ekki að því að breyta formi ákvarðanatökunnar. Rafrænt lýð- ræði er þannig hugsað sem viðbót og stuðningur við fulltrúalýðræðið. Slíkur stuðningur er lítill á Íslandi þar sem stjórnvöld hafa ekki byggt upp öflugar upplýsingaveitur og verkfæri fyrir stjórnmálaþátttöku almennings á netinu, og því ekki lagt sitt af mörkum til að mæta stjórnmálaáhuga almennings á net- inu. Það kemur sér sérstaklega illa núna þegar byggja þarf upp traust á stjórnvöldum að nýju. Beint lýðræði Hugmyndir íslenskra netverja og jafnvel forseta Íslands um beina lýðræðið boða lýðræðisbreyting- ar, sem ganga í aðra átt en rafræna lýðræðið í okkar heimshluta. Svo virðist sem hugmyndir netverja hér á landi beinist oft að ákvarð- anatökunni sjálfri (takkalýðræði). Aftur á móti eru flestir fræðimenn sammála um að beint lýðræði sé of frumstætt stjórnarform fyrir heil- ar þjóðir og að hættan á harðræði meirihlutans sé of nálæg. Einfalt meirihlutalýðræði gefur ekki endi- lega besta svarið við ýmsum flókn- um samfélagslegum spurningum. Bein ákvarðanataka almennings er því alltaf háð sérstökum aðstæðum og spyrja má hvort þær aðstæður séu til staðar. Hið norræna lýðræði Stjórnmál á hinum Norðurlöndun- um hafa einkennst af samræðu- eða samráðsstjórnmálum, meðan stjórnmál á Íslandi einkennast af átakahefð. Fulltrúalýðræðið á Norðurlöndum er álitið eitt þró- aðasta lýðræði í heimi. Ákvarð- anataka fulltrúalýðræðisins gerir ráð fyrir upplýstum umræðum og víðtæku samráði. Ekki er tryggt í þjóðaratkvæðagreiðslu að ákvarð- anir einstaklinga byggi á slíku. Við hrun íslenska fjármála- kerfisins hefur komið á daginn að þróun íslenska lýðræðisins er skemmra á veg komin en ætla mátti. Ef vilji stendur til þess að þróa og styrkja framkvæmd íslenska fulltrúalýðræðisins í átt til hins norræna og þar með leitast við að draga úr þeirri átakahefð sem hér hefur ríkt, er nauðsyn- legt að styrkja rafrænt lýðræði. Þá þurfa ákvarðanir um þjóðarat- kvæðagreiðslur að taka mið af því markmiði og það tryggt að vandað- ar upplýsingar berist almenningi og að skoðanaskipti séu málefnaleg og boðleg að öðru leyti. Beint lýð- ræði þarf að styðja við þróun full- trúalýðræðisins. Að öðrum kosti er hæpið að þjóðaratkvæðagreiðslur efli íslenska lýðræðið. Höfundar eru stjórnsýslufræðingar. Er beint lýðræði betra lýðræði? HAUKUR ARNÓRSSON SIGURBJÖRG SIGURGEIRSDÓTTIR Ef markmiðið er að þróa og styrkja íslenska fulltrúalýð- ræðið í átt til hins norræna og þar með að draga úr þeirri átakahefð sem hér hefur ríkt, er nauðsynlegt að styrkja rafræna stjórnsýslu, þróa netmiðla betur og auka þátt- töku almennings í opinberum málum. UMRÆÐAN Reynir Sigurbjörnsson skrifar um borgarmál Hvað á að gera við nýja sam-göngumiðstöð ef hún á aðeins að skapa vinnu fyrir verkfræð- inga og iðnaðarmenn í tímabundin störf og vera endastöð fyrir lands- byggðina? Ef þetta verður raunin er betra að verja fjármunum lífeyrissjóð- anna í önnur verkefni, nema að farið verði í heildarskipulag á höfuðborgarsvæðinu þar sem allt er undir. Reykjavík á að vera félagslega örugg, með góðri nærþjónustu og vistvænum samgöngum. Byrja mætti á því sem hægt er að kalla miðju borgarinnar, út frá nýrri samgöngumiðstöð og spítala, en þarna eru einnig tveir háskólar og gamli miðbærinn. Þarna verð- ur til sá möguleiki að byrja að skipuleggja nýja vistvæna borg. Með nýrri sam- göngumiðstöð er hægt að leggja teina til Keflavíkur og taka upp lest- arsamgöng- ur frá miðborg Reykjavíkur með tengingu við nágranna- sveitarfélögin til Keflavíkurflugvallar sem yrði drifin á innlendum orkugjafa. Þegar hægt er að komast á milli miðborgar og flugvallar á skömm- um tíma verður fyrst grundvöll- ur til að leggja niður flugvöllinn í Vatnsmýrinni. Með grænni samgöngustefnu og innlendum orkugjöfum á almenn- ingsfarartæki verður Reykjavík leiðandi í vistvænum samgöngum og sýnir þar með hvernig hægt er að leggja sitt af mörkum til að draga úr kolefnislosun. Jafnframt styrkjast efnislegir og félagslegir innviðir höfuðborgarsvæðisins, með uppbyggingu og atvinnusköp- un vegna samgöngumannvirkja, uppsetningar á kerfum fyrir inn- lenda og vistvæna orku sem er þar að auki gjaldeyrissparandi. Ný borgarstjórn á að láta Orkuveituna beina kröftum og fjármagni í samvinnu við ríkið til uppbyggingar fyrir vistvænar samgöngur á höfuð- borgarsvæðinu. Með flutningi verkefna frá ríki til borgar, sem Samfylking- in ætti að beita sér fyrir í nýrri borgarstjórn, getur borgin tekið yfir alla nærþjónustu sem hefur verið á forræði ríkis, eins og t.d. löggæslu, umferðarmál, öldrun- armál, málefni fatlaðra og fleira. Þar er Reykjavík mun betur í stakk búin að greina þarfir íbúanna en ríkisvaldið. Höfundur er rafvirki og býður sig fram í prófkjöri Samfylkingar- innar í Reykjavík. Vilja borgarbúar samgöngumiðstöð? REYNIR SIGURBJÖRNSSON *Aðalvinningar dregnir úr öllum innsendum skeytum 29. janúar. Vinningar verða afhentir í ELKO Lindum, Kópavogi. Með því að taka þátt ertu kominn í SMS klúbb. 149 kr./SMS-ið. Þú færð 5 mínútur til að svara spurningu. Leik lýkur 29. janúar 2010 Viltu vinna sjónvarp? Geggjaðir aukavinningar! ...og margt fleira! DVD myndir GSM símar T. d. þ es sa r boðsmiðar frumsýnd 8. janúar tölvuleikir T.d. þessir Sendu SMS skeytið ESL EUT á númerið 1900. Þú færð spurningu og svarar með Því að senda SMS skeytið ELKO A, B eða C á númerið 1900. Þú gætir unnið! palla dine 3 2” LCD s jónva rp Full H D 10. HVER VINNUR !
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.